Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20160704 - 20160710, vika 27

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 300 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, en þar af var einn skjálfti 3,0 að stærð á Reykjanesi þann 10. júlí kl 22:56 og annar af stærð 3,4 við Lokahrygg í Vatnajökli þann 5. júlí kl 05:56. Rúmlega 20 skjálftar voru í Bárðarbungu og tæplega 40 skjálftar í og við Mýrdalsjökul. Smáhrinur urðu á Reykjanesi og útaf Reykjanestá.

Suðurland

Um 15 smáskjálftar voru staðsettir í kringum Ölfus og sömuleiðis um 20 smáskjálftar voru staðsettir á Hellisheiði, líklega niðurdælingaskjálftar. Rúmlega 40 skjálftar voru staðsettir á suðurlandsundirlendinu, allir um og undir tvem stigum. Þar af voru um 10 skjálftar á Torfajökulssvæðinu.

Reykjanesskagi

Tæplega 20 skjálftar voru staðsettir út af Reykjanestá í smáhrinu sem varð þar 9. og 10. júlí, stærsti skjálftinn var 3,0 að stærð en aðrir skjálftar voru undir tveimur stigum. Fimm skjálftar voru staðsettir utanvið Grindavík, stærsti skjálftinn var af stærð 2,7 og fannst í bænum. Aðrir skjálftar voru mun minni. Við Krýsuvík og Kleifarvatn voru 10 skjálftar staðsettir og einn þeirra af stærð 2,8.

Norðurland

Rúmlega 60 jarðskjálftar urðu á norðurlandi í vikunni. Rúmlega 20 skjálftar urðu á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu, sá stærsti 2,0 að stærð þann 4. júlí kl 13:17. Tæplega 20 skjálftar urðu í Öxarfirði, sá stærsti 1,8 að stærð 7. júlí kl 06:36. Austur af Grímsey urðu rúmlega tíu skjálftar, þeir stærstu 1,5 að stærð 8. og 9. júlí. Þrír jarðskjálftar urðu á Kröflusvæðinu, sá stærsti 1,5 að stærð þann 9. júlí. Fimm skjálftar urðu við Þeistareyki, sá stærsti 1,5 að stærð þann 10. júlí kl 13:48.

Hálendið

Á Öskju og Herðubreiðarsvæðinu voru rúmlega 15 skjálftar síðustu vikuna og allir undir tveim stigum og flestir á 5 til 7 km dýpi. Um 55 jarðskjálftar urðu í Vatnajökli, 24 af þeim voru við eða í Bárðarbungu, allir undir þremur stigum. Tæpur tugur jarðskjáfta var á Lokahrygg, þar á meðal einn skjálfti af stærð 3,4 þann 5.júlí kl 05:56. Einnig mældust fimm smáskjálftar við Grímsfjöll. Nokkrir smáskjáftar voru einnig á víð og dreif um jökullinn.

Mýrdalsjökull

Alls mældust um 40 jarðskjálftar í og við Mýrdalsjökul, þar af tæplega 20 skjálftar innan Kötluöskjunnar. Allir skjálftar innan öskjunnar voru undir tvemur stigum. Um 10 skjálftar voru við Goðaland og var stærsti skjálftinn af stærð 2,0 og rúmlega 10 skjálftar voru suður af Hábungu. Flestir skjálftanna á svæðinu voru grunnir, nokkrir skjálftanna voru á 2 til 7 km dýpi og einn á ca. 15 km dýpi.

Jarðvakt