Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20161017 - 20161023, vika 42

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 400 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, svipaður fjöldi og vikuna á undan. Skjálftahrina varð í vikulokin við Fagradalsfjall og í henni varð stærsti skjálfti vikunnar 2,9 að stærð. Smáhrina varð skammt norðaustur af Eldey á Reykjaneshrygg fyrri hluta vikunnar.

Suðurland

Ríflega 20 jarðskjálftar mældust á Hengilssvæði og í Ölfusi. Stærsti skjálftinn varð við Hengilinn þann 20. október klukkan 01:54 og var hann 2,1 að stærð. Um 30 skjálftar mældust á Suðurlandsundirlendi. Þar af rúmur tugur á þekktri sprungu í Landsveit þar sem stærsti skjálftinn var 2,4 að stærð. Fáeinir skjálftar voru staðsettir skammt vestan við Heklu, sá stærsti 1,5 að stærð.

Reykjanesskagi

Aðfaranótt 18. október kl. 02:12 hófst skjálftahrina skammt norðaustur af Eldey á Reykjaneshrygg. Hrinan stóð fram undir morgun. Um 20 skjálftar mældust og var sá stærsti 2,2 að stærð en aðrir talsvert minni. Skjálftahrina hófst við Fagradalsfjall upp úr hádegi á sunnudegi (23. október kl. 13:24) með jarðskjálfta af stærð 2,9. Um 50 eftirskjálftar mældust, flestir um og innan við eitt stig að stærð. Hrinan stóð fram undir miðnætti. Nokkrir skjálftar urðu við Krýsuvík, stærsti 2,0 að stærð og um tugur smáskjálfta í Bláfjöllum.

Norðurland

Tæplega 50 jarðskjálftar mældust úti fyrir Norðurlandi. Þeir dreifðust nokkuð jafnt um svæðið og allir voru innan við tvö stig. Um tugur skjálfta var staðsettur við Þeistareyki og nokkrir við Kröflu, allir innan við eitt stig.

Hálendið

Um 40 jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli í vikunni en 80 í síðustu viku. Mestu munar um minni virkni undir Bárðarbungu milli vikna. Þessa vikuna voru rúmlega 10 skjálftar staðsettir á því svæði miðað við 55 í síðustu viku. Enginn skjálfti náði tveimur stigum. Stakur skjálfti, 2,1 að stærð, mældist þann 20. október kl. 07:15 við Eystri Skaftárketil. Tæplega 20 smáskjálftar mældust í bergganginum undir og framan við Dyngjujökul.
Yfir 40 skjálftar mældust á svæðinu norðan Vatnajökuls. Um tveir tugir skjálfta mældust við austurbarm Öskju og annað eins í nágrenni Herðubreiðar, allir um og innan við eitt stig. Nokkrir skjálftar mældust við Langjökul, stærsti tæp tvö stig.

Mýrdalsjökull

Tæplega 100 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli í vikunni, heldur fleiri en vikuna á undan. Innan Kötluöskjunnar urðu rúmlega 60 skjálftar. Þar af um helmingur við sigkatla 5 og 6, dagana 17. og 18. október. Tveir skjálftar voru rétt yfir tveimur stigum, flestir aðrir innan við eitt stig. Tveir skjálftar voru tæp þrjú stig, báðir við austanverðan öskjubarminn. Um tugur ísskjálfta mældust samanlagt í Kötlujökli dagana 19. og 22. október. Nokkrir smærri skjálftar voru staðsettir í vestanverðum jöklinum, á svæðinu við Goðabungu. Rólegt var á Torfajökulssvæðinu.

Jarðvakt