Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20171002 - 20171008, vika 40

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 520 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í liðinni viku. Stærsti skjálfta vikunnar var við Grímsey, þann 5. okt. kl 16:25, 3,9 að stærð. Skjálftinn fannst í Grímsey, Dalvík og Ólafsfirði. Í Bárðarbungu mældist skjálfti 3,7 að stærð þann 5. okt. kl 09:46 og við Öræfajökul mældist jarðskjálfti 3,4 að stærð þann 3. okt. kl 13:52. Skjálftinn fannst í Öræfum.

Suðurland

Rúmlega 50 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni, allir undir 2,4 að stærð, þar af tæplega 25 á Hengilssvæðinu. Virknin var nokkuð dreifð um brotabeltið, einn smáskjálfti mældist við Heklu.

Reykjanesskagi

Um 50 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, sem er svipaður fjöldi og í síðustu viku. Um 10 skjálftar mældust úti á Reykjaneshrygg, sá stærsti 1,6 að stærð þann 7. okt kl 12:46. Stærsti skjálftinn á Reykjanesskaganum var 2,7 að stærð, þann 8. okt kl 05:14, við Krýsuvík og einn af stærð 2,5, þann 4. okt kl 09:59, við Grindavík. 20 smáskjálftar mældust við Fagradalsfjall og tíu við Kleifarvatn og Krýsuvík.

Norðurland

Rúmlega 260 skjálftar mældust á Norðurlandi í vikunni, mun fleiri en vikuna á undan, þar af 200 við Grímsey. Einnig var stærsti skjálfti vikunnar við Grímsey, þann 5. okt. Kl 16:25, 3,9 að stærð. Skjálftinn fannst í Grímsey, Dalvík og Ólafsfirði. Ennig urðu tveir skjálftar þann 6. okt kl 01:59 og 02:11, 3,5 og 3,0 að stærð. Einn skjálfti 3,0 að stærð varð 7. okt kl 08:08. Tveir smáskjálftar mældust á Tröllaskaga. Á Spar-misgenginu mældust fjórir skjálftar, sá stærsti 3,1 að stærð, þann 8. okt kl 08:53. Tæplega 20 smáskjálftar mældust á Húsavíkur-Flateyjar-misgenginu og rúmlega 20 jarðskjálftar mældust í Öxarfirði. Fimm smáskjáftar mældust við Kröflu, fjórir við Þeistareyki og fimm við Reykjahlíð..

Hálendið

Um 110 skjálftar voru staðsettir á hálendinu í vikunni, þar af urðu tæplega 80 í Vatnajökli. Í Bárðarbungu mældust rúmlega 25 skjálftar, sá stærsti var 3,7 að stærð þann 5. okt. kl 09:46 og 6. okt. kl 02:42 mældist einn skjálfti 3,4 að stærð. Í bergganginum undir Dyngjujökli mældust um 30 smáskjálftar. Rúmlega tíu skjálftar mældust í og við Öræfajökul, sá stærsti 3,4 að stærð, þann 3. okt. Kl 13:52. Skjálftinn fannst í Öræfum. Fimm skjálftar mældust vestur af Hamrinum og fjórir í vestanverðum Grímsvötnum, allir undir 1,8 að stærð. Rúmlega 15 skjálftar mældust í Öskju, allir undir 1,7 að stærð og tæplega 25 skjálftar við Herðubreið og Herðubreiðartögl, allir undir 1,5 að stærð. Fimm skjálftar mældust vestan og einn austan við Langjökul, sá stærsti 2,6 að stærð, þann 8. okt. Kl 03:02.

Mýrdalsjökull

Um 20 skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni, stærsti skjálftinn mældist 1,8 að stærð í Goðabungu, þann 5. okt kl 13:28. Átta skjálftar voru staðsettir við Goðabungu og sex mældust á Torfajökulssvæðinu, sá stærsti 1,8 að stærð, þann 5. okt kl 18:41.

Jarðvakt