Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20171225 - 20171231, vika 52

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 420 skjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, nær 100 fleiri en í síðastliðinni viku. Engir skjálftar mældust yfir 3,0 að stærð. Stæsti skjálfti vikunnar var af stærð 2,6 um 10 km norðan við Grímsey þann 29. desember kl. 23:18, en litlar skjálftahrinur fylgdu í kjölfarið. Tæplega 20 skjálftar mældust 31. desember í hrinu um 14 km austur af Bárðarbungu þar sem djúpir skjálftar mælast gjarna. 40 smáskjálftar mældust í Öræfajökli í vikunni.

Suðurland

Rúmlega 70 skjálftar voru staðsettir á suðurlandi í vikunni. Stærsti skjálftinn, 2,1 að stærð, mældist þann 26. desember rétt vestan við Dyradal, en alls mældust yfir 40 skjálftar í og við Hengilinn. Aðrir smáskjálftar voru á þekktum sprungum á suðurlandsbrotabeltinu.

Reykjanesskagi

Rúmlega 40 skjálftar mældust á Reykjanesi í vikunni. Stærsti skjálftinn, af stærð 2,5, mældist í Krýsuvík þann 31. des, en tæplega 20 skjálftar mældust þar í heildina. Tæplega 10 smáskjálftar mældust sunnan við Bláfjöll og fjórir skjálftar við Eldey á Reykjaneshrygg, þar af tveir af stærð 2,5.

Norðurland

Um 100 jarðskjálftar voru staðsettir á norðurlandi í vikunni. Tæplega 40 skjálftar mældust í hrinum um 10 km norðan við Grímsey 29-31. desember, sá stærsti 2,6 að stærð stuttu fyrir miðnætti þann 29. desember. Tæplega 20 skjálftar mældust í Öxarfirði, um 20 við Húsvíkur-Flateyjar misgengið, rúmlega 10 við Bæjarfjall og um fjórir við Kröflu.

Hálendið

Yfir 150 jarðskjálftar mældust á hálendinu í vikunni. Í Öræfajökli voru tæplega 40 smáskjálftar, allir undir 1,0 nema tveir sem voru 1,1 að stærð. Tæplega 10 skjálftar voru við Grímsfjall, sá stærsti 1,2 að stærð. Yfir 10 smáskjálftar mældust í Bárðarbungu og tæplega 20 í hrinu um 14 km austur af Bárðarbungu þar sem djúpir skjálftar mælast gjarna. Tæplega 10 smáskjálftar mældust í ganginum og rúmlega 10 við Kverkfjöll. Tæplega 10 smáskjálftar mældust við Öskju og rúmlega 30 í og við Herðubreið og Herðubreiðartögl. Fimm skjálftar mældust í nágrenni við Langjökul.

Mýrdalsjökull

Tæplega 20 jarðskjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni, flestir innan Kötluöskjunnar. Sá stærsti var af stærð 1,5 þann 31. des. Engir skjálftar mældust í Eyjafjallajökli en um 10 mældust á Torfajökulssvæðinu, sá stærsti 2,0 að stærð, þann 31. desember.

Jarðvakt