Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Stærstu skjálftar vikunnar voru M3.4 og M3.0 á Reykjaneshrygg þann 28. júní í lítilli hrinu sem stóð þar yfir 28. og 29. júní og M3.2 í Öræfajökli þann 26.júní. Skjálftinn í Öræfajökli er þriðji stærsti skjálfti sem mælst hefur þar.
Á Reykjaneshrygg mældust 14 skjálftar. Þar var hrina 28. og 29. júní tæplega 70 km suðvestur af Reykjanestá. Stærstu skjálftarnir í þeirri hrinu mældust M3.0 kl 17:21 og M3.4 kl 23:55 þann 28. júní.
Tveir skjálftar voru staðsett rétt sunnan við Eyjafjallajökul.
Rúmlega 100 skjálftar mældust í Öræfajökli. Þar af voru tæplega 50 skjálftar í og rétt utan við öskjuna og þar af var stærsti skjálftinn 3.2 af stærð kl 16:57 þann 26. júní. Tæplega 50 smáskjálftar mældust í og við Kvíaárjökul.
5 skjálftar mældust við Grímsvötn og 3 nærri Hamrinum.
Við öskju Bárðarbungu voru staðsettir 3 skjálftar, við Kverkfjöll 9 smáskjálftar og í Dyngjujökli 16 skjálftar.
Einn skjálfti var staðsettur um 7 km suðvestur af Langasjó.
Við Öskju mældust 16 skjálftar, flestir við austanverða öskjuna.
Tæplega 40 skjálftar voru við Herðubreið og Herðubreiðartögl.