Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20180625 - 20180701, vika 26

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir tæplega 360 skjálftar með SIL kerfi Veðurstofu Íslands. Þetta eru nokkru færri skjálftar en í síðustu viku þegar 460 skjálftar mældust.

Stærstu skjálftar vikunnar voru M3.4 og M3.0 á Reykjaneshrygg þann 28. júní í lítilli hrinu sem stóð þar yfir 28. og 29. júní og M3.2 í Öræfajökli þann 26.júní. Skjálftinn í Öræfajökli er þriðji stærsti skjálfti sem mælst hefur þar.

Reykjanesskagi

13 skjálftar mældust á Reykjanesinu í vikunni, allir minna en M1.4 að stærð. Tveir skjálftar voru á Reykjanestá, einn við Geitafell og aðrir dreifðust nokkuð jafnt austan Grindavíkur og vestan Kleifarvatns.

Á Reykjaneshrygg mældust 14 skjálftar. Þar var hrina 28. og 29. júní tæplega 70 km suðvestur af Reykjanestá. Stærstu skjálftarnir í þeirri hrinu mældust M3.0 kl 17:21 og M3.4 kl 23:55 þann 28. júní.

Suðurland

Við Hengilinn og ofan við Hveragerði mældust um 10 skjálftar, allir litlir að stærð. Á Suðurlandsbrotabeltinu voru tæplega 20 skjálftar staðsettir. Skjálftarnir dreifðust nokkuð jafnt yfir svæðið.

Mýrdalsjökull

Við Mýrdalsjökul mældust um 23 skjálftar þar af 9 í sunnanverðri Kötluöskju, 2 ofan við Tungnakvíslarjökul og 11 smáskjálftar í ofanverðum Kötlujökli.

Tveir skjálftar voru staðsett rétt sunnan við Eyjafjallajökul.

Vatnajökull

Í heildina mældust tæplega 150 skjálftar í Vatnajökli þessa vikuna.

Rúmlega 100 skjálftar mældust í Öræfajökli. Þar af voru tæplega 50 skjálftar í og rétt utan við öskjuna og þar af var stærsti skjálftinn 3.2 af stærð kl 16:57 þann 26. júní. Tæplega 50 smáskjálftar mældust í og við Kvíaárjökul.

5 skjálftar mældust við Grímsvötn og 3 nærri Hamrinum.

Við öskju Bárðarbungu voru staðsettir 3 skjálftar, við Kverkfjöll 9 smáskjálftar og í Dyngjujökli 16 skjálftar.

Vesturland og Hálendið

Einn skjálfti var staðsettur 3 km suðvestur af Reykholti og einn skjálfti mældist við Grundartanga í Hvalfirði. 12 skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu flestir þann 26. júní, stærstir voru M2.1 og M2.6.

Einn skjálfti var staðsettur um 7 km suðvestur af Langasjó.

Við Öskju mældust 16 skjálftar, flestir við austanverða öskjuna.

Tæplega 40 skjálftar voru við Herðubreið og Herðubreiðartögl.

Norðurland

5 skjálftar mældust við Kröflu, 2 við Þeistareyki. Á Tjörnesbrotabeltinu mældust um 63 skjálftar. Þar af um 15 á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu, 11 í Öxarfirði og um 30 skjálftar austan við Grímsey. Þeirra stærstur var skjálfti af stærð 2.5 þann 1. júlí.