Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20181001 - 20181007, vika 40

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 300 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, heldur fleiri en vikuna á undan. Talsvert fleiri skjálftar urðu á Reykjanesskaga í þessari viku en þeirri síðustu. Mesta virknin var vestast á skaganum og þann 3. október varð skjálftahrina skammt norður af Sýrfelli. Stærsti skjálftinn í hrinunni varð kl. 18:10, 3,2 að stærð. Hann fannst í Keflavík og Bláa lóninu. Rólegt var í Mýrdalsjökli. Svipuð virkni var úti fyrir Norðurlandi og í þeirri síðustu. Fáeinir skjálftar mældust undir Bárðarbungu miðað við yfir 20 í þeirri fyrri. Stærsti skjálftinn varð 2. október kl. 13:08, 3,6 að stærð. Meiri virkni var undir Öræfajökli en vikuna á undan. Stærsti skjálftinn varð 1. október kl. 23:15, 3,0 að stærð, hann fannst í Skaftafelli.

Suðurland

Nokkrir skjálftar urðu á Hengilssvæðinu og í Hjallahverfi, allir um og innan við eitt stig. Tiltölulega rólegt var á Suðurlandsundirlendinu. Einn smáskjálfti mældist við Heklu í byrjun viku.

Reykjanesskagi

Tæplega 60 jarðskjálftar urðu á Reykjanesskaganum, talsvert fleiri er í fyrri viku. Rúmlega tugur skjálfta mældist um 7km NNA af Reykjanestá, frá því um miðjan morgun og fram eftir degi, þann 3. október. Stærsti skjálftinn var tæpt stig. Síðar sama dag (kl. 17:39) hófst skjálftahrina skammt norður af Sýrfelli. Hrinan stóð fram eftir kvöldi með um 30 skjálftum. Stærsti skjálftinn varð kl. 18:10, 3,2 að stærð. Hann fannst í Keflavík og Bláa lóninu. Aðrir skjálftar voru mun minni. Nokkrir smáskjálftar voru staðsettir norðan við Grindavík og fáeinir við Krýsuvík.

Norðurland

Um 40 jarðskjálftar voru staðsettir í Tjörnesbrotabeltinu og er það svipaður fjöldi og í fyrri viku. Fimmtán skjálftar urðu austur af Grímsey og 20 í Öxarfirði, allir um og innan við eitt stig. Fáeinir smáskjálftar mældust á svæðunum við Kröflu og Þeistareyki.

Hálendið

Tæplega 120 jarðskjálftar mældust undir Vatnajökli í vikunni, litlu fleiri er í síðustu viku, þar af um 90 í Öræfajökli. Meiri virkni var undir Öræfajökli í þessari viku en þeirri fyrri. Stærsti skjálftinn þar varð 1. október kl. 23:15, 3,0 að stærð, hann fannst í Skaftafelli. Mun minni virkni var undir Bárðarbungu í þessari viku en síðustu, fjórir skjálftar miðað við yfir 20 vikuna á undan. Stærsti skjálftinn varð 2. október kl. 13:08, 3,6 að stærð. Nokkrir litlir skjálftar mældust við Grímsvötn og svæðinu þar suður af.
Ríflega 20 smáskjálftar mældust á svæðinu norðan Vatnajökuls. Flestir urðu við Herðubreið og Herðubreiðartögl þann 3. október.
Fáeinir skjálftar mældust við Langjökul, stærsti 1,5 að stærð.

Mýrdalsjökull

Svipaður fjöldi skjálfta var staðsettur undir Mýrdalsjökli og í síðustu viku, fimm talsins. Stærsti skjálftinn varð 1. október kl. 04:48, 1,9 að stærð.
Um tugur skjálfta mældist á Torfajökulssvæðinu, allir litlir.

Jarðvakt