| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20200622 - 20200628, vika 26

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Um 7200 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, mun fleiri en vikuna á undan. Ekki hefur unnist tími til að yfirfara alla skjálftana en um 1700 skjálftar eru yfirfarnir.
Jarðskjálftahrina við mynni Eyjafjarðar sem hófst þann 19. júní er en í gangi en þar mældust tæplega 6000 skjálftar í vikunni, af þeim eru um 1150 yfirfarnir. Stærsti skjálfti vikunnar var hluti að hrinunni og var hann M4,2 að stærð um 30 km NNA af Siglufirði þann 24. júní kl. 11:51. Þrír aðrir skjálftar voru yfir M4,0 að stærð á svipuðum slóðum. M4,12 þann 27. júní, M4,04 þann 22. júní og M4,02 þann 24. júní. Tæplega 30 skjálftar voru yfir M3,0 að stærð.
Skjálftavirkni var einnig áberandi á Reykjanesskaga í vikunni, en þar mældust tæplega 1200 skjálftar, en um 400 af þeim eru yfirfarnir.
Suðurland
Tæplega 30 jarðskjálftar voru staðsettir á Suðurlandi í vikunni, allt smáskjálftar. 3 skjálftar mældust á Hengilsvæðinu, 1 smáskjálfti í Heklu að stærð M0.14 og restin af skjálftunum voru dreifðir um suðurlandsbrotabeltið.
Reykjanesskagi
Um 1200 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í vikunni, af þeim eru um 400 yfirfarnir. Stærsti skjálftinn mældist M2,3 að stærð um 5 km NNA af Reykjanestá. Skjálfta virknin var dreifð um skagann, en mesta virkni var í nágrenni við Grindavík. Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi er áframhaldandi frá fyrri vikum og orsakast af kvikuinnskotum undir jarðskorpunni með miðju rétt vestan við fjallið Þorbjörn. Um 30 skjálftar voru staðsettir á Reykjaneshrygg, megnið af þeim við Reykjanestá og við Eldey. Stærsti skjálftinn á hryggnum var M3,2 að stærð um 70 km SV af Eldey, en mesta virknin á hryggnum var í grennd við Eldey og Reykjanestánna.
Norðurland
Jarðskjálftahrinan við mynni Eyjafjarðar sem hófst föstudaginn 19. júní er en í gangi. Um 6000 jarðskjálftar hafa mælst í vikunni á því svæði og búið er að yfirfara um 1150 skjálfta af þeim, megnið af þeim er á Húsavíkur Flateyjarmisgenginu. Stærsti skjálfti vikunnar var partur að hrinunni og var hann M4,2 að stærð um 30 km NNA af Siglufirði þann 24. júní kl. 11:51. Þrír aðrir skjálftar voru yfir M4,0 að stærð á svipuðum slóðum. M4,12 þann 27. júní, M4,04 þann 22. júní og M4,02 þann 24. júní. Skjálftana varð vart víða um norðurlandið, en tilkynningar skráðar til Veðurstofunnar um að skjálftar hafi fundist virðist hafa minkað. Tæplega 30 skjálftar voru yfir M3,0 að stærð.
Hálendið
Um 80 jarðskjálftar mældust á hálendinu í vikunni, þar af um 30 í Vatnajökli. 3 smá skjálftar mældurst í Öræfajökli, 1 í Grímsvötnum sem var M1,1 að stærð. Um 10 skjálftar voru við djúpa svæðið í ganginum út frá Bárðarbungu og 7 skjálftar í Bárðarbungu öskjunni. Um 50 jarðskjálftar mældust við Öskju og Herðubreið, en einungis búið að yfirfara um 20 skjálfta þar. Einn jarðskjálfti mældist í Þórisjökli, M1,7 að stærð.
Mýrdalsjökull
Fjórir skjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli, sá stærsti 1,5 að stærð. Fjórir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu, sá stærsti M2,6 að stærð.
Jarðvakt