Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20210315 - 20210321, vika 11

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 8500 jarðskjálftar mældust í liðinni viku með sil-mælakerfi Veðurstofu Íslands, sem er mun minna en vikuna á undan þegar um 19000 jarðskjálftar mældust. Langflestir þeirra eru staðsettir á Reykjanesskaga þar sem öflug jarðskjálftahrina hefur staðið yfir frá 24. febrúar og úti fyrir Reykjanestá. Einn skjálfti yfir M4,0 að stærð mældist þann 15. mars kl. 22:31 um 2km ANA af Fagradalsfjalli. Um 20 skjálftar yfir M3,0 að stærð mældust í vikunni, flestir staðsettir í og við Fagradalsfjall og út fyrir Reykjanestá. Eldgos hófst í Fagradalsfjalli í Geldingadal þann 19. mars um kl. 20:45. Búið er að fara handvirkt yfir tæplega 1900 skjálfta af 8500 og því er rétt að taka fram að einhverjir skjálftar sem kunna vera yfirfarnir síðar í tíma eru kanski ekki tilteknir í þessu vikuyfirliti.

Suðurland

14 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni. Stærsti skjálftinn var M2,2 að stærð á Hengilssvæðinu, en á því svæði mældust 5 skjálftar alls. Um 7 skjálftar mældust í Ölfusi, allir fremur litlir að stærð.

Reykjanesskagi

Skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga þann 24. febrúar var og er enn yfirstandandi, en verulega hefur dregið úr virkninni. og mældust skjálftar á Reykjanessskaga og Reykjaneshrygg því yfir 8300 með sjálfvirka mælakerfi Veðurstofu Íslands, en af þeim er búið að yfirfara um 1600 skjálfta. Einn skjálfti yfir M4,0 að stærð mældist við Fagradalsfjall þann 15. mars kl. 22:31, en hann var M4,3 að stærð. Um 20 skjáfltar yfir M3,0 mældust á á skaganum og út fyrir Reykjanestá. Flestir voru í og við Fagradalsfjall og við Reykjanestánna. Tilkynningar bárust veðurstofunni að skjálftinn sem var þann 15. mars, M4,3 að stærð hafi fundist á Reykjanesinu og Höfuðborgarsvæðinu. Tilkynningar bárust líka varðandi skjálfta á bilinu M3-M4, þá aðalega á Reykjanesskaganum. Virkni var breytileg í vikunni, en var aðalega í og við Fagradalsfjall, en þann 19. mars byrjaði lítil hrina við Reykjanestánna. Eldgos hófst í Fagradalsfjalli í Geldingadal þann 19. mars um kl. 20:45 og stendur en yfir. Gosið er fremur lítið og er gossprungan um 500-700 m löng. Eldgosið virðist vera stöðugt og engin gosaska mælist frá eldstöðvunum. Ekki er mikil hætta á að gasmengun komi til með að valda miklum óþægindum nema næst gosstöðvunum.

Norðurland

Úti fyrir land mældust um 40 skjálftar, flestir voru rétt norðaustur við Grímsey og á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu. Stærist skjálftinn var af stærð M2,8 og var staðsettur um 5 km NA af Gjögurtá, aðrir skjálftar voru minni. Þrír Skjálftar voru í Öxarfirði, og einn norðaustur af Siglufirði. Þrír skjáfltar mældust við Kröflu og einn við Bæjarfjall.

Hálendið

Tæplega 100 skjálftar mældust á Hálendinu í liðinni viku. Þar af voru um 40 skjálftar í Vatnajökli. 16 skjálftar voru í og við Bárðarbungu öskjuna, stærsti skjálftinn þar var M2,2 að stærð í öskjunni, sex skjálftar mældust við djúpasvæðið í ganginum að Holurhauni og 2 í ganginum sjálfum. Sjö skjálftar mældust rétt við Skaftárkatlanna, einn í Hamrinum, og einn í Grímsvötnum. Einn skjálfti mældist við Öræfajökul.

Við Öskju og Herðubreið mældust um 50 skjálftar, þar af voru um 10 við Öskju, en um 40 við Herðubreið og Herðubreiðartögl. Stærsti skjálftinn var M2,7 af stærð við Herðubreið. Tveir skjálftar mældust í Langjökli.

Mýrdalsjökull

Fimm skjáfltar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni, stærsti var af stærð M1,2. Tveir skjálftar mældust við Eyjafjallajökul.

Jarðvakt