Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20210906 - 20210912, vika 36

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Um 450 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar í vikunni, fleiri en í fyrri viku þegar þeir voru um 340. Mesta virknin var á Reykjanesi, en lítil hrina var um 7 km NA af Reykjanestá.Stærsti skjálfti vikunnar var um 1,3 km NA af Krísuvík, M2,49 að stærð. Við landgrunnsbrúnina, tæpa 100 km SA af Höfn var skjálfti af stærð M2,0. Eldstöðvakerfi Öskju var breytt yfir í gulan í fluglitakóða eftir að Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsti yfir óvissustigi vegna landriss sem hefur mælst í Öskju undanfarinn mánuð. Landris mælist nú rúmlega 7 sentimetra frá því í byrjun ágúst mánaðar. Um 100 skjálftar mældust í grennd við Öskju í vikunni.

Suðurland

Um 30 jarðskjálftar voru á Suðurlandi og á Hengilsvæðinu í vikunni, aðeins fleiri en í síðustu viku. Nokkrar sprengingar voru við Þorlákshöfn í vikunni. Þrír skjálftar mældust á Hellisheiðinni og nokkrir í Ölfusi. Um 5 skjálftar mældust í og við Vatnafjöll, enginn skjálfti mældist í Heklu í vikunni.

Reykjanesskagi

Um 170 skjálftar mældust á Reykjanesskaganum, mun fleiri en í fyrri viku þegar þeir voru um 80. Rúmlega 80 jarðskjálftar mældust í smáhrinu um 7 km NA af Reykjanestá 7. -10. september. Allir voru undir M2 að stærð. Um tugur skjálfta mældust rétt norðaustur af Stóra Hrút, flestir urðu 12. september. Stærsti skjálfti vikunnar var þann 11. september um 1,3 km NA af Krísuvík, M2,49 að stærð. Nokkrir smáskjálftar mældust í og við Bláfjöll.
Nokkrir skjálftar voru úti á Reykjaneshrygg í vikunni, sá stærsti var af stærð M2,37.

Norðurland

Á og úti fyrir Norðurlandi mældust um 60 skjálftar, færri en í fyrri viku þegar þeir voru um 90. Rúmlega 20 skjálftar voru staðsettir á Grímeyjarbeltinu, þar af var um helmingurinn í Öxarfirði. 16 skjálftar mældust rétt NA af Siglufirði og tæplega 10 skjálftar mældust í grennd við Flatey. Átta skjálftar mældust í grennd við Bæjarfjall og tveir við Kröflu.

Hálendið

Um 20 skjáfltar mældust undir Vatnajökli í vikunni. Rólegt var við Bárðarbungu líkt og síðustu vikur, en aðeins einn skjálfti mældis í öskjunni, M1,8 að stærð. Sjö skjálftar urðu í og við Grímsfjall, sá stærsti M1,23 að stærð. Tveir skjálftar voru við Eystri-Skaftárketilinn. Aðrir skjálftar voru á víð og dreif um jökulinn.
Um 100 skjálftar urðu í og við Öskju, sá stærsti M1,9 að stærð, flestir voru staðsettir við austurhluta öskjunnar, en nokkrir voru við norðvestur brún öskjunnar. Fluglitakóða Öskju var breytt yfir í gulann eftir að Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsti yfir óvissustigi vegna landriss sem hefur mælst þar undanfarinn mánuð. Nokkrir smáskjálftar voru að finna í og við Herðubreið og Herðubreiðartögl.
Einn skjálfti var í norðanverðum Hofsjökli. Rúmlega 20 jarðskjálftar voru um 8 km VNV af Geysi, stærsti skjálftinn þar var M1,54 að stærð. Einn skjálfti mældist í Skjaldbreið, hann var M2,21 að stærð. Og einn skjálfti mældist um 15 km VNV af Eiríksjökli. Tveir skjálftar voru vestan við Langavatn.

Mýrdalsjökull

Um 10 skjálftar urðu í Mýrdalsjökli, færri en í fyrri viku þegar þeir voru 20. Stærsti skjálftinn var 1,77 að stærð. Tveir skjálftar voru við Eyjafjallajökul. Fimm skjálftar voru á Torfajökulssvæðinu, sá stærsti var M1,83 að stærð.

Jarðvakt