Gögn frá GPS stöðvum

Á þessari síðu má finna RINEX skrár á Hatanaka þjöppuðu formi frá ISGPS stöðvum. Hugbúnað til að breyta skránum yfir í vejulegar RINEX skrár fæst hér: ftp://terras.gsi.go.jp/software/
Einnig er hægt að fá gögn á Trimble .DAT formi frá nokkrum stöðvum. Allar skrár innihalda 24 tíma af gögnum, frá miðnætti til miðnættis.
Athugið að ekki er ráðlegt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands.
Athugið að aðgengi að ISGPS gögnum hefur verið takmarkað, sjá tilkynningu og leiðbeiningar um aðgengi
Kort af staðsetningu samfelldra GPS stöðva á Íslandi.


RINEX gögn frá samfelldum GPS mælistöðvum í neti VÍ

Hér má nálgast allt að ársgamlar skrár. Hafa þarf samband við umsjónarmann ISGPS kerfisins til að nálgast eldri skrár.
(Ath: Til að ná í skrá, án þess að hún opnist í Netscape gæti þurft að halda "shift" hnappi niðri þegar skráin er valin.) Nafngift Rinex skráa er á forminu "SSSSdddi.YYD.Z", þar sem "SSSS" er stuttnefni stöðvarinnar, "ddd" er númer dags í árinu "YY" sem gögnin eru frá, "i" er númer skráar á þeim degi (yfirleitt 0) og "D.Z" er ending sem segir að gögnin séu bæði Hatanaka- og unix þjöppuð.

Gögn á Trimble formatti

Hér má nálgast allt að 70 daga gamlar skrár á Trimble formatti frá flestum Trimble stöðvum. Til að nálgast eldri skrár þarf að hafa samband við umsjónarmann ISGPS kerfisins. Nafngift skránna er á forminu "SSSSdddi.XXX.Z", þar sem "SSSS" er stuttnefni stöðvarinnar, "ddd" er númer dags í árinu sem gögnin eru frá, "i" er númer skráar á þeim degi (yfirleitt 0), "XXX" segir hvað er í skránum (dat=gögn, eph=brautarupplýsingar, ion=jónahvolfsupplýsingar, mes=upplýsingar um mælilotu) og "Z" merkir að skrárnar eru unix þjappaðar.

Lóðréttar loftnetshæðir að botni loftnets

ATH: Loftnetshæðir í sumum eldri RINEX skrám eru 0.0000.
Við úrvinnslu gæti því þurft að setja inn eftirfarandi loftnetshæðir fyrir stöðvar:

Einnig gæti þurft lóðréttar hæðir frá loftnetsbotni upp í fasamiðjur loftnetanna: L1=0.1100 m, L2=0.1280 m fyrir Trimble Choke Ring loftnet.

Athugið að formlega nafnið á Trimble Choke Ring loftnetunum er TRM29659.00. Í sumum eldri gagnaskrám gæti fundist nafnið DORNE MARGOLIN TRIM.



Benedikt Gunnar Ofeigsson (gps@vedur.is).