Samfelldar GPS mælingar á GFUM
Almennar upplýsingar
Stöðin á Grímsfjalli hóf mælingar til prufu þann 28. september 2004.
Þann 8. júní 2006 var stöðin tekin formlega inn í ISGPS kerfið þegar gagnasamband komst á.
Uppsetning stöðvarinnar er talsvert frábrugðin venjulegum ISGPS stöðvum. T.a.m. var undirstaða
loftnetsins fyrst á undirstöðu fyrir úrkomumæli, og þaðan kemur nafnið Grímsfjall - úrkomumælir (GFUM).
Ísing reyndist veruleg og var því ný undirstaða sett upp á sama stað og sú fyrri en nú
með hitun (jarðhiti) til að losna við ísingu af loftnetinu.
Mælingar eru gerðar
með Trimble 5700 tæki og Trimble Choke Ring loftneti.
Hnit stöðvarinnar eru:
64.4068 N og -17.2666 A
Loftnetshæð frá "mælipunkti" upp að loftnetsbotni (e. bottom of antenna)
er 1.0498 m. "Mælipunkturinn" er miðja efsta borðs gömlu undirstöðunnar undir loftnetið.
Rafmagn á Grímsfjalli er framleitt með varmarafstöð, sólarsellum og dísilrafstöð.
Gögn:
Sjá gagnasíðu
Myndir
Niðurstöður mælinga
Færslur á GFUM í austur, norður og lóðréttum hnitum (í millimetrum)
miðað við að stöðin í Reykjavík (REYK) hreyfist ekki.
- Frumniðurstöður úrvinnsla gerð
með spá brautum gervitungla (CODE predicted orbits)
- Endurbættir reikningar úrvinnsla
með bestu brautarupplýsingum (CODE final orbits).
- Endurbættir reikningar úrvinnsla
með bestu brautarupplýsingum (CODE final orbits).
Mælipunktar með mikilli óvissu eða sem sýna mikil
vik frá nálægum punktum hafa verið fjarlægðir.
Einnig er búið að taka burt færslur sem stafa af breytingum á tækjabúnaði.
Til baka á heimasíðu GPS mælinga
Benedikt Gunnar Ofeigsson (gps@vedur.is).