Next: FYRSTU NIÐURSTÖÐUR
Up: Jarðskjálftamælanet í nágrenni Reykjavíkur
Previous: Úrvinnsla í miðstöð
Nýju stöðvarnar auka nokkuð næmni kerfisins við að greina skjálfta á
Bláfjalla- og Hengilssvæðunum en mestu skiptir að
nákvæmni í staðsetningu skjálftanna og allri úrvinnslu er mun meiri eftir
fjölgun stöðvanna. Fyrir tilkomu þeirra
skráði og staðsetti kerfið alla skjálfta innan svæðisins
stærri en u.þ.b. 0.3 á Richterkvarða en eftir að þær voru settar upp eru
þessi stærðarmörk rétt undir 0.0.
Mynd 3 sýnir reiknaða næmni kerfisins sem fall af
staðsetningu, þ.e. hve stór skjálfti á tilteknum stað þarf að vera svo
hann greinist á fjórum mælum í skjálftamælanetinu.
Figure 3:
Reiknuð næmni kerfisins sem fall af staðsetningu. Gert er
ráð fyrir að bylgjuútbreiðsla sé jöfn til allra átta og næmni einstakra
mælistaða sú sama. Jafngildislínur sýna hver stærð atburðar á
Richterkvarða þarf að vera til að hann mælist á fjórum stöðvum. Bil
milli jafngildislína er 0.1.
|
Sigurður Th. Rögnvaldsson
1/30/1998