next up previous contents
Next: Smárit Up: STÝRISKRÁR FYRIR NOKKRAR TEGUNDIR Previous: Rit Veðurstofu Íslands (skýrslur)

Greinargerðir

Ekki eru gerðar jafn strangar kröfur um útlit greinargerða Veðurstofunnar og rita. Þær eru þó tölusettar á svipaðan hátt og ritin og útgáfunefnd sér um að útbúa á þær forsíður. Ég bjó til stýriskrá fyrir greinargerðirnar, greinargerd.sty, sem er næsta lík skyrsla.sty. Uppsetning greinargerða verður því svipuð uppsetningu ritanna. Helsti munur á uppsetningu rita og greinargerða er að í greinargerd.sty er innri spássía skilgreind 30 mm í stað 25 mm í skyrsla.sty og greinaskil eru táknuð á hefðbundinn hátt með inndrætti fyrstu línu nýrrar málsgreinar. Útlit kápu og forsíðu er einnig annað.

Til að brjóta skjal í samræmi við skilgreiningar í greinargerd.sty er notuð skilgreiningin

\usepackage[islenska]{greinargerd}
strax eftir að skjalaklasinn hefur verið skilgreindur. Dæmi um notkun greinargerd.sty fylgir hér á eftir en það er fyrsti hluti þessa skjals eins og hann lítur út áður en skjalið er brotið með LATEX.
%% 
%% Greinargerð um notkun Latex og .sty skrár fyrir rit og 
%% smárit VÍ.
%%
\documentclass[12pt,a4paper]{article}
\usepackage[islenska]{/heim/sr/adm/tex/greinargerd}

\begin{document}
\title{\LaTeX\ stýriskrár fyrir rit, greinargerðir og 
smárit Veðurstofu Íslands}
\author{Sigurður Th.\ Rögnvaldsson}
\maketitle
\newpage
\tableofcontents
\newpage

\section{INNGANGUR}\noindent
Á Unix vélum Veðurstofunnar er \LaTeX\ umbrotskerfið...



Sigurdur Th. Rognvaldsson
1999-04-13