next up previous contents
Next: LOKAORÐ Up: STÝRISKRÁR FYRIR NOKKRAR TEGUNDIR Previous: Greinargerðir

Smárit

Útgáfustjórn hefur lagt fram eftirfarandi reglur um útgáfu smárita á vegum Veðurstofu Íslands:

Í reglum útgáfustjórnar er ekki gerð krafa um að fullt nafn höfundar komi fram, nema sem eiginhandarundirskrift hans. Enda þótt oftast megi líklega geta sér til um höfundinn útfrá fangamarki, undirskrift og efni ritsins, þykir mér einsýnt að fullt nafn höfundar prentað skýru letri sé betri kostur en eiginhandaráritun. Einkum hlýtur þetta að létta þeim verkið sem sjá á um tölvuskráningu smáritanna. Einnig er líklegt að mörg smárita Veðurstofunnar verði ekki endilega prentuð út og ljósrituð einu sinni í tilteknu upplagi, heldur verði þau geymd á tölvutæku formi og prentuð út þegar þurfa þykir. Varla munu menn þá hirða um að pára nafn sitt undir í hvert sinn. Ég legg því til að fólk leggi nafn sitt við skrif sín, t.d. með því að nota \author skipunina, sbr. dæmið hér á eftir.

Umbrotsskrá fyrir smárit Veðurstofunnar heitir smarit.sty og til að nota hana er eftirfarandi línu skotið inn í textaskrána, þegar búið er að velja skjalaklasa:

 
\usepackage[islenska]{smarit}
Auk íslenskunnar er boðið upp á enska uppsetningu. Til að auðkenna skjalið í samræmi við reglur um útlit plagga af þessari gerð þarf að skilgreina fimm breytur. Breyturnar eru:
rittegund
Tegund ritverks, t.d. ,,Minnisblað``, ,,Hugleiðingar``, ,,Skítkast`` eða annað í þeim dúr. Smárit þessi ætti ekki að kalla rit eða greinargerðir, þau nöfn eru frátekin fyrir aðra flokka rita Veðurstofunnar.
ritnumer
Númer ritsins í ritröð höfundar þetta árið, sbr. reglur útgáfustjórnar hér á undan.
svid
Skammstöfun fagsviðs þess er höfundur starfar á, JA fyrir Jarðeðlissvið, TA fyrir Tækni- og athuganasvið, ÚR fyrir Úrvinnslu- og rannsóknasvið, ÞJ fyrir Þjónustusvið og UT fyrir Upplýsingatæknideild. Ef notaðar eru aðrar skammstafanir er skilin eftir eyða í stað nafns sviðs í haus á fyrstu síðu en skammstöfunin notuð í tilvísunarnúmerinu.
fangamark
Fangamark höfundar eða höfunda. Við leggjum til að ef fleiri en einn höfundur er að verkinu þá sé skilið milli fangamarka með skástriki (/).
artal
Árið sem smáritið var fyrst prentað.
Í fyrstu útgáfu smárit.sty voru ártal og dagsetning ákvörðuð sjálfvirkt og þurfti höfundur ekki að gefa þau upp. Sá galli er á því fyrirkomulagi að ártalið er hluti af einkennistölu plaggsins og má því ekki breytast þótt skjalið sé prentað oftar en einu sinni. Þessi breyting á smarit.sty þýðir að ekki er hægt að brjóta gömul smárit (þ.e. plögg þar sem \artal er ekki skilgreint) með núverandi útgáfu stýriskrárinnar, nema bæta fyrst ártalinu inn í skjalið eins og að ofan er lýst.

Sem dæmi um notkun smarit.sty fylgir hér á eftir fyrsti hluti smárits, eins og það lítur út áður en skjalið er brotið með LATEX.

 
%%
%% Dæmigert smárit.
%%
\documentclass[a4paper,12pt]{article}
\usepackage[islenska]{smarit}

\rittegund{Fróðleiksmoli}
\ritnumer{01}
\svid{JA}
\fangamark{SThR}

\begin{document}

\title{Hið dæmigerða smárit}
\author{Sigurður Th.\ Rögnvaldsson}
\date{}
\maketitle

Hér kemur texti smáritsins í stríðum straumum...

Útliti smáritanna er að mestu leiti stæling á útliti greinargerða Orkustofnunar. Ekki er víst að þetta yfirbragð falli öllum í geð og tek ég fúslega við ábendingum um breytingar, en lofa þó ekki að framkvæma þær.


next up previous contents
Next: LOKAORÐ Up: STÝRISKRÁR FYRIR NOKKRAR TEGUNDIR Previous: Greinargerðir
Sigurdur Th. Rognvaldsson
1999-04-13