Ósonmćlingar í Reykjavík 1995-1998 og ástand ósonlagsins á norđurslóđum

Jarđeđlissviđ

 

2. Framkvćmd Dobsonmćlinga og ástand tćkis Efnisyfirlit 4. Ástand ósonlagsins á norđurslóđum


3. NIÐURSTÖÐUR MÆLINGA

Tafla 1 og mynd 1 sýna ósonmeðaltöl einstakra mánaða í De á því tímabili sem hér er til umfjöllunar. Tafla 1 sýnir jafnframt meðaltöl fyrir tímabilið 1978- 1988. Tafla 2 og mynd 2 sýna síðan frávik einstakra mánaða 1995- 1998 í % frá meðaltölunum 1978- 1988. Ekki var talið rétt að taka tímabil fyrir 1978 til viðmiðunar í þessu samhengi með tilliti til niðurstaðna samanburðar við staðaltæki 1977. Engar marktækar breytingar urðu á ósonmagni í Reykjavík 1957- 1977. Hinsvegar minnkaði magn þess um 0.5% á ári að meðaltali sumarmánuðina 1977\0261990, en ekki með marktækum hætti á ; öðrum árstímum sem gögn ná til (Guðmundur G. Bjarnason o.fl. 1992). Viðmiðunartímabilið var valið með tilliti þess að það spannaði eitt sólblettatímabil.

 

Ár Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október
1995 366 394 369 355 321 333 298 291 294
1996 273 334 364 365 348 339 322 283 280
1997 355 370 367 368 354 334 320 308 256
1998 380 378 407 389 368 352 338 306 294
1978 359 403 395 384 354 338 318 302 297

Tafla 1. Meðaltöl magns ósons í De í einstökum mánuðum, febrúar- október 1995- 1998, ásamt meðaltölum fyrir tímabilið 1978- 1988.

Ár Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október
1995 2 -2 -7 -8 -9 -2 -6 -4 -1
1996 -24 -17 -8 -5 -2 0 1 -6 -6
1997 -1 -8 -7 -4 0 -1 1 2 -14
1998 6 -6 3 1 4 4 6 1 -1

Tafla 2. Frávik einstakra mánaða, febrúar - október 1995, í % frá meðaltölum sömu mánaða 1978- 1988.

Eins og áður segir er engar marktækar mælingar hægt að gera meiri hluta nóvembermánaðar og er honum því sleppt hér.

Heildarmagn ósons í lofthjúpnum á okkar breiddargráðum er mjög breytilegt eftir árstíma. Því veldur einkum mismikið aðstreymi ósons í háloftunum frá svæðunum kringum miðbaug, þar sem myndun þess í heiðhvolfinu á sér að mestu leyti stað. Mest er ósonmagnið síðla vetrar, nánar tiltekið eftir miðjan mars, en minnkar síðan jafnt og þétt er líður fram á vor og sumar og allt fram í október- nóvember og hefur þá minnkað um 25\02630%. Síðan tekur það að aukast lítillega uns verulegur vöxtur kemur í það í febrúar og áfram fram yfir miðjan mars (tafla 1 og mynd 1). Frávik frá meðaltali, jákvæð eða neikvæð, eru að jafnaði mest á tímabilinu frá febrúar og fram í apríl þar sem þá er aðstreymi ósons frá miðbaug mest og breytileiki þess mikill frá degi til dags vegna lægðagangs og umhleypingasams veðurfars. Það dregur úr aðstreyminu þegar vorar og í enn ríkari mæli þegar kemur fram á sumar. Veður gerast þá ennfremur stöðugri og gæflyndari svo frávikin verða mun minni. Þrátt fyrir haust- og vetrarkomuna með tilheyrandi vályndari veðrum á ný aukast þau lítið þar sem aðstreymi ósons er þá í lágmarki (tafla 2 og mynd 2).

Þegar litið er nánar á mæliniðurstöðurnar sést að í febrúar og mars 1995 er ósonmagnið í meðallagi, en athyglisverð eru hin allmiklu neikvæðu frávik í mánuðunum apríl- júní. Sérstaklega á þetta við um júní, en ósonmagnið hefur aldrei mælst jafn lítið í þeim mánuði. Mælingar lágu niðri frá 13. júlí til 16. ágúst vegna samanburðarprófana á mælitæki. Skal það haft í huga þegar meðaltöl þessara sumarmánaða eru metin.

Mynd 1. Meðaltöl magns ósons í De í einstökum mánuðum, febrúar - október 1995- 1998.

Mynd 2. Frávik einstakra mánaða, febrúar - október 1995, í % frá meðaltölum sömu mánaða 1978- 1988.

Ágúst og september 1995 eru nokkuð undir meðallagi. Á árinu 1996 stinga stórfelld neikvæð frávik í augun. Í febrúar og mars hefur ósonmagnið aldrei frá upphafi mælinga reynst viðlíka lítið. Meðaltal aprílmánaðar er einnig verulega undir meðallagi og er hann í röð hinna ósonsnauðustu frá upphafi. Sumarið er við meðallag, en september og október talsvert undir því. Mæliárið 1997 hefst á fjórum mánuðum undir meðallagi, og eru frávikin talsverð í mars og apríl. Sumarið er í meðallagi en aldrei hefur minna mælst af ósoni í október. Árið 1998 gefur allt aðra mynd. Allir mánuðirnir eru yfir meðallagi nema mars og október og sumarmánuðirnir, júní- ágúst, eru allir í röð hinna ósonríkustu frá upphafi mælinga.