Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 990726 - 990801, vika 30

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls voru staðsettir 307 jarðskjalftar og 8 sprengingar í vikunni.

Suðurland

Í byrjun vikunnar eimdi enn eftir af skjálftahrinununni við Kleifarvatn en þar fækkaði skjálftum mjög þegar leið á vikuna. Nokkrir stakir skjálftar urðu í skjálftabelti Suðurlands og á Hengilssvæðinu.

Norðurland

Rólegt var fyrir norðan, þó urðu nokkrir skjálftar skammt norður af Grímsey.

Hálendið

Skjálftahrinunni undir Þórisjökli sem hófst þann 24.7.virðist lokið en lítið hefur skolfið þar síðan á þriðjudaginn 27.7. Einn skjálfti, um 2 að stærð, varð nærri Bárðarbungu sunnudaginn 1.8. Í norðanverðum Eyjafjallajökli urðu nokkrir skjálftar, allir litlir.

Sigurður Th. Rögnvaldsson