Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20020923 - 20020929, vika 39

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Alls mældust 372 skjálftar þessa vikuna, þar af var rúmur þriðjungur undir Mýrdalsjökli og tæpur helmingur fyrir norðan land.

Suðurland

Nokkuð rólegt var á Suðurlandi þessa vikuna og var virknin enn mest í Holtum og við Hestfjall. Nokkrir smáskjálftar mældust austan við Hengilinn og nokkrir við Kleifarvatn og Fagradalsfjall á Reykjanesskaga.

Norðurland

Virknin hélt áfram í kringum Grímsey, en dró þó jafnt úr henni alla vikuna. Stærsti skjálftinn mældist um 10 km suður af Grímsey aðfararnótt miðvikudags. Hann mældist 3.1 á Richter.

Hálendið

Mikil virkni var á austanverðu hálendinu þessa vikuna. Skjálftarnir voru ekki stórir, sá stærsti var í Bárðarbungu og rétt náði stærð 2 á Richterkvarða. Skjálftarnir við Hamarinn og í Grímsvötnum voru nokkuð minni. Óvenjulegust er virknin við Esjufjöll og vestur af Esjufjöllum, mesta virknin sem mældist á þeim slóðum seinasta áratugin var í lok árs 1996 og fram í janúar 1997. Nokkrir smáskjálftar mældust í Skeiðarárjökli fyrri hluta vikunnar.Auk virkninnar í Vatnajökli mældust skjáftar við Öskju og við Herðubreiðartögl og einn skjáfti mældist við Hrafntinnusker á Torfajökulssvæðinu.

Steinunn S. Jakobsdóttir