Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20041206 - 20041212, vika 50

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Þessa viku voru staðsettir 142 skjálftar. Stærsti skjálftinn varð 22 km austur af Grímsey og mældist hann af stærð 3,1.

Suðurland

ÁSuðurlandsundirlendi mældust 12 smáskjálftar, 2 við Ölkelduháls, 5 við Krísuvíkog skjálftar við Fagradalsfjall og Reykjanestá. Þetta eru allt litlir skjálftar, undir 2 í stærð.

Mýrdalsjökull

Undir vestanverðum Mýrdalsjökli mældust 33 skjálftar, þar af 14 af stærð 2 - 2,5. Undir Eyjafjallajökli mældist 1 skjálfti af stærð um 1. (Fjöldi skjálfta 2004 , orkuútlausn og stærðir skjálfta 2004).

Norðurland

Stærsti skjálftinn þessa vikuna var austur af Grímsey. Var hann það sem kalla má stakur skjálfti, því engin hrina smáskjálfta varð samfara skjálftanum. Virknin undir Kaldbaki, norðan Grenivíkur, tók sig upp seinni part vikunnar og mældust þar 24 skjálftar, á stærðarbilinu 0,3 til 2,4, frá föstudagskvöldi fram á sunnudagsmorgun. Smáhrina varð um 20 km norður af Siglufirði í lok vikunnar.

Hálendið

Undir Hagafelli í Langjökli mældust 5 skjálftar og einn við Skjaldbreiði. Í byrjun vikunnar mældust nokkrir skjálftar í vestanverðum Skeiðarárjökli og á sunnudagskvöld mældust nokkrir skjálftar í austanverðum jöklinum. Þetta eru svokallaðir ísskjálftar, það er erfitt að staðsetja þá nákvæmlega og því virðast sumir þeirra lenda utan jökulsins. Jöklaskjálftarnir verða fyrst og fremst þegar jökulhlaup eru að hefjast, en þeirra verður líka stundum vart í mikilli rigningu. Á mælakerfi Vatnamælinga Orkustofnunnar má sjá að vatnshæð eykst í Skeiðará á sama tíma og skjálftarnir verða. Norðan í Bárðarbungu í Vatnajökli mældust 3 skjálftar í vikunni og einn skjálfti mældist norður af Dyngjujökli.

Steinunn S. Jakobsdóttir