Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050103 - 20050109, vika 01

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni hafa verið staðsettir 709 skjálftar, þar af einhverjar sprengingar. 542 skjálftar voru á Norðurlandi, 116 á Suðurlandi og 51 á hálendinu. Stærsti skjálfti vikunnar varð kl. 15:49 á miðvikudag um 20 km austan við Grímsey. Hann var um 5 að stærð og fannst víða á Norðurlandi.

Suðurland

Um kl. 5:30 á mánudagsmorgun hófst skjálftahrina við Katlatjarnir á Hengilssvæðinu. Alls urðu þar 53 skjálftar, flestir á miðvikudag. Skjálftarnir voru allir undir 1.1 að stærð. Um hálf sjö leytið á föstudagskvöld hófst lítil hrina í Ölfusi og stóð hún fram til kl. 20. Þá urðu 23 skjálftar á stærðarbilinu 0 til 2.4. Á laugardag og sunnudag bættust svo við 3 litlir skjálftar. Þrír litlir skjálftar voru á Reykjanesi, tveir við Fagradalsfjall og einn við Kleifarvatn.

Norðurland

Öflug skjálftahrina hófst kl 15:45 á miðvikudag um 20 km austur af Grímsey. Fyrsti skjálftinn var 3.5 að stærð, en sá næsti um 5 að stærð varð kl. 15:49 og fannst hann víða um Norðurland. Í kjölfarið fylgdu svo nokkri skjálftar stærri en 3 og nokkur hundruð minni skjálftar. Alls hafa verið staðsettir 537 skjálftar úr hrinunni. Tveir skjálftar voru fyrir mynni Eyjafjarðar, einn við Ólafsfjörð og tveir við Flatey. Þeir voru á stærðarbilinu 0.9 til 1.6.

Hálendið

Í Öskju voru tveir skjálftar, 2.4 að stærð og tveir minni á Herðubreiðarsvæðinu. Einn lítill skjálfti var við Snæfell. Í Vatnajökli voru 6 skjálftar. þar af 4 við Bárðarbungu og einn í Esjufjöllum. Þeir voru á stærðarbilinu 1 til 1.9. Tveir skjálftar voru í Hofsjökli á sunnudag; 1.3 og 2.9 að stærð. Lítil hrina var á Torfajökulssvæðinu á fimmtudag og föstudag, en þar mældust 22 litlir skjálftar og einn þar norður af, við Vatnaöldur. Þeir voru allir undir 1 að stærð. 15 skjálftar voru staðsettir í vestanverður Mýrdalsjökli. Þeir eru á stærðarbilinu 0.6 til 2.4.

Sigþrúður Ármannsdóttir