Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050718 - 20050724, vika 29

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 183 skjálftar auk sprenginga. Stærsti skjálftinn á landinu var skammt norðan við Trölladyngju á Reykjanesskaga, 2,5 stig að stærð. Nokkrir skjálftar urðu úti á Reykjaneshrygg, um 200 km frá landi, á stærðarbilinu 3 - 4 stig.

Suðurland

Stærstu skjálftarnir á Suðurlandsundirlendinu voru undir Hestfjalli 2,1 og 1,9 stig, aðrir skjálftar voru minni og dreifðust víða. Nokkrir skjálftar komu á þriðjudag við Trölladyngju á Reykjanesskaga, var sá stærsti 2,5 stig. Í Fagradalsfjalli voru smáskjálftar alla vikuna, sá stærsti 1,5 stig. Nokkur virkni var úti í sjó, annars vegar upp við land, á tveim stöðum skammt frá Reykjanesi, þar sem stærstu skjálftarnir voru 1,6 og 1,5 stig, og hins vegar um 200 km úti á hrygg, nokkrir skjálftar á stærðarbilinu 3 - 4 stig.

Norðurland

Á Norðurlandi voru fáir skjálftar og smáir inni á landi, en flestir urðu á misgengjunum úti fyrir mynni Eyjafjarðar og við Grímsey. Stærsti skjálftinn var 2,1 stig skammt norðan við Grímsey.

Hálendið

Í Mýrdalsjökli voru staðsettir 13 skjálftar, stærstir 2,2 og 2,0 stig vestan við Goðabungu. Í Vatnajökli mældust nokkrir skjálftar á stærðarbilinu 0,8-1,9 stig.

Þórunn Skaftadóttir