Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20050822 - 20050828, vika 34

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 150 skjálftar og 9 sprenginar á landinu/við landið. Stærstu skjálfarnir í vikunni mældust rétt norður af Grímsey á sunnudag og undir Fagradalsfjalli á miðvikudag. Þeir voru ekki nema 2,8 að stærð.

Suðurland

Nokkrir skjálftar mældust undir Fagradalsfjalli, einn við Kleifarvatn og fáeinir á Hellisheiði við Miðdal/Fremstadal. Þá var slæðingur af litlum skjálftum á Suðurlandsundirlendi, flestir nærri Hestvatns og Holtasprungum.

Norðurland

Lítið markvert gerðist úti fyrir Norðurlandi en líkt og venjulega var þó nokkur virkni á bæði Húsavíkkur-Flateyjar- og Grímseyjar-Skjálfanda-misgengjunum.

Hálendið

Undir Mýrdalsjökli mældust 31 skjálfti, flestir litlir, og aðeins átta náðu stærðinni tveimur. Sá stærsti mældist 2.6 að stærð. Ísskjálftar fóru að mælast í vestanverðum/suðvestanverðum Skeiðarárjökli frá hádegi miðvikudaginn 24. ágúst. Skjálftarnir urðu á svipuðum stað og við upphaf síðasta Súluhlaups (9. ágúst), sem helst bendir til að vatn hafi byrjað að leka aftur úr Grænalóni. Ísskjálftavirkni dalaði um sex til sjö-leytið sama kvöld en tók sig upp aftur eftir hádegi næsta dag, fimmtudaginn 25. ágúst. Þeir sem staðsettir voru þann daginn lentu, sem áður, sunnarlega í jöklinum. Að sögn sjónarvotta var nokkuð mikið í Núpsvötnum um sjö-leytið á miðvikudagskvöld. Undir Vatnajökli mældust ennfremur skjálftar við Bárðabungu, þeir vóru fjórir talsins á stærðarbilinu 1,9-2,4, og 14-15 km NV af Grímsfjalli, eða rétt norður af eystri Skaftárkatlinum. Þá mældust fjórir skjálftar í Kverkfjöllum á laugardag og sunnudag, en stutt hrina hófst á sunnudagskvöld og stóð hún fram á mánudag. Líkt og í síðustu viku mældust nokkrir skjálftar nærri Herðubreiðartöglum, 15 talsins, allir fremur litlir.

Sigurlaug Hjaltadóttir