Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20051024 - 20051030, vika 43

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Vikan 24.-30. október var fremur róleg. Í heildina voru staðsettir 146 skjálftar og þrjár sprengingar (þó enn óstaðfestar). Nær engin virkni mældist á föstudag sem þykir heldur óvanalegt. Sennilegast hefur slæmt veður víða um land valdið því að skjálftar mældust ekki. Stærstu skjálftarnir sem staðsettir voru urðu úti á Kolbeinseyjarhrygg, og mældust báðir rúmlega 3 að stærð. Stærsti skjálftinn á landinu sjálfu , Mlw=2,7, varð austarlega á Torfajökulssvæðinu á laugardag.

Suðurland

Á Hengilssvæði og Hellisheiði voru staðsettir 12 skjálftar; sá stærsti varð 2,8 km SV af Hrómundartindi og var um 2,1 að stærð. Þá mældist dreifð virkni víða á Suðurlandi.
Úti á Reykjanesskaga var virknin lítil og aðeins 5 skjálftar mældust þar í vikunni: tveir nærri Kleifarvatni, einn austan við Fagradalsfjall, einn norðan Grindavíkur og einn við Stóru-Sandvík mældust þar í vikunni: tveir nærri Kleifarvatni, einn austan við Fagradalsfjall, einn norðan Grindavíkur og einn við Stóru-Sandvík.

Norðurland

Stærstu skjálftarnir sem kerfið nam urðu úti á Kolbeinseyjarhrygg 28. og 29. október og voru báðir rúmlega 3 að stærð. Lítil hrina smáskjálfta varð um 32 km norður af Siglufirði á mánudag (24. okt.). Þar að auki mældust fáeinir skjálftar víðar á Tjörnesbrotabeltinu.

Hálendið

Þrír litlir skjálftar mældust rétt suður af Vikrafelli, austan Öskju, og þrír að auki nokkru norðar, nærri Herðubreið. Tveir skjálftar urðu í NA-hlíðum Bárðarbungu, fjórir nærri Kistufelli (við norðanverðan jökuljaðarinn) og einn við Urðarháls. Þá mældist einn skjálfti um 16 km vestur af Grímsvötnum.
Undir Mýrdalsjökli voru staðsettir 24 skjálftar (þar af náðu 7 stærðinni Mlw 2). Einn lítill skjálfti var staðsettur undir sunnanverðum Eyjafjallajökli. Þá mældist skjálfti að stærð 2.7 á Torfajökulssvæðinu.

Sigurlaug Hjaltadóttir