Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20071029 - 20071104, vika 44

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 226 jarðskjálftar og sjö ætlaðar sprengingar. Skjálftahrina hófst við Högnhöfða 1. nóvember og mældist stærsti skjálftinn 3,5 stig og fannst í Biskupstungum og Hrunamannahreppi. Smáhrina varð á Kolbeinseyjarhrygg 29. október og önnur 2. nóvember um 35 km norður af Siglunesi.

Suðurland

Rólegt var á Suðurlandsundirlendi, Hengilssvæði og Ölfusi en þar mældust nokkrir litlir skjálftar. Um hádegi fimmtudaginn 1. nóvember hófst skjálftahrina við Högnhöfða og stóð hún fram undir kvöld á laugardegi. Fjörutíu og sex skjálftar mældust í hrinunni og varð stærsti skjálftinn um hádegi á fimmtudegi 3,5 stig. Hann fannst í Biskupstungum og Hrunamannahreppi.

Reykjanesskagi

Tveir litlir skjálftar urðu við Kleifarvatn og einn í Selvogi. Enginn skjálfti varð á Reykjaneshrygg.

Norðurland

Fjörutíu og þrír skjálftar mældust norður af landinu auk níu á Kolbeinseyjarhrygg þar sem varð smáhrina þann 29. október og stærsti skjálftinn mældist 3,5 stig. Þann 2. nóvember varð smáhrina um 35 km norður af Siglunesi og mældist stærsti skjálftinn í þeirri hrinu tæp 2 stig.

Hálendið

Þrjátíu skjálftar mældust við Herðubreiðartögl og voru þeir allir litlir. Tuttugu og níu skjálftar mældust austan við Upptyppinga og var sá stærsti 1,5 stig og flestir á 14-17 km dýpi. Við Öskju mældust fimm skjálftar og var sá stærsti 2,1 stig. Í Vatnajökli mældust 14 skjálftar og voru flestir undir Bárðarbungu og sá stærsti 2,7 stig. Einn skjálfti sem var 1,8 stig mældist undir Lokahrygg og einn upp af Skálafellsjökli og mældist hann 2 stig.

Mýrdalsjökull

Þrjátíu og níu skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, allir í vestanverðum jöklinum utan einn sem mældist inni í öksjunni. Stærsti skjálftinn var 2,1 að stærð.

Sigþrúður Ármannsdóttir