Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20071112 - 20071118, vika 46

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega hálft annað hundrað skjálftar voru staðsettir í vikunni. Mesta virknin var í Þjófadalafjöllum og Mýrdalsjökli.

Suðurland

Allir þeir 20 skjálftar sem mældust voru minni en 1,6.

Reykjanesskagi

Í Beinavörðuhrauni NA við Grindavík mældist skjálfti um 2 stig að stærð á tæplega 7 km dýpi. Tveir skjálftar um 1,7 stig mældust SV af Kleifarvatni. Í Heiðartoppi 16 km NA við Þorlákshöfn mældist skjálfti upp á 1,7 stig. Fjórir aðrir skjálftar mældust en voru mun minni.

Norðurland

Um 14 km vestan við Kópasker mældist skjálfti upp á 2,3 stig. Um 10 km austan og norðan við Grímsey mældust tveir skjálftar. Hvor rúmir 2 stig að stærð. Í heildina mældust 45 skjálftar.

Hálendið

Í eða við Þjófadalafjöll milli Langjökuls og Hveravalla mældust 26 skjálftar. Sá stærsti um 2,5. Síðasta hryna á þessu svæði var í fjórðu viku þessa árs.

Fimm skjálftar mældust við Hundavötn, norðan Langjökuls, samanborið við 12 vikunni á undan. Allir skjálftarnir voru undir tveimur stigum.

Sá skjálfti sem mældist næst Hálslóni var upp á 1,7 stig og var 3 km NA við Lónshnjúk eða 14 km NV við Hálslón. Hann var á 18 km dýpi. Tveir skjálftar voru 4 km NNA við Upptyppinga. Báðir rúm 2 stig. Í Herðubreiðatöglum mældust 5 skjálftar. Tveir þeirra um 1,7 stig en 3 minni en eitt stig.

Fjórir litlir skjálftar mældust í Dyngjufjöllum.

Í Kverkfjöllum mældust tveir skjálftar um 2 stig hvor.

Norðaustan við Bárðarbungu mældust 9 skjálftar milli 1,4 og 2,2 stig.

Mýrdalsjökull

Í Tungnakvíslarjökli mældist stærsti skjálfti vikunnar, rétt rúm þrjú stig að stærð. Á svæðinu öllu mældust 19 skjálftar, flestir í Goðalandsjökli.

Ólafur St. Arnarsson