Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080303 - 20080309, vika 10

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni mældust 797 jarðskjálftar, þar af nokkrar sprengingar. Helsta virknin var við Álftadalsdyngju, norðan Vatnajökuls, en skjálftahrina hófst þar aðfaranótt sunnudagsins 2. mars.

Suðurland

Á Suðurlandsundirlendi voru fáir jarðskjálftar og dreifðir. Einn mældist við Heimaey á sunnudaginn 9. mars. Hann var 1,6 að stærð og upptök hans voru á um 15 kílómetra dýpi.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga mældust fáir jarðskjálftar og smáir.

Norðurland

Norðan við land mældust yfir hundrað jarðskjálftar, langflestir í skjálftahrinu NNA af Grímsey. Mesta virknin var á fimmtudaginn og laugardaginn, 6. og 8. mars. Stærstu jarðskjálftarnir voru um 3 að stærð. Í Öxarfirðinum varð einnig jarðskjálfti að stærð 3, 4. mars, en aðeins fáir aðrir mældust á því svæði.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust 12 jarðskjálftar: tveir undir Grímsvötnum, tveir við Kistufell og átta undir Bárðarbungu.
Mesta skjálftavirknin á landinu var við Álftadalsdyngju. Skjálftahrina hófst þar aðfaranótt sunnudagsins 2. mars og hélt áfram út vikuna. Alls voru um 1100 jarðskjálftar staðsettir frá 2. - 9. mars, um 500 fyrsta daginn. Flestir voru á 13 - 15 kílómetra dýpi (sjá http://hraun.vedur.is/~dori/upt07b).

Mýrdalsjökull

Aðeins þrír skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, tveir við Goðabungu og einn í öskjunni.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir