Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080317 - 20080323, vika 12

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Stærstu skjálftarnir, sem mældust í vikunni voru 2,8 stig, annar skammt austan við Grímsey, en hinn á Reykjaneshrygg um 70 km suðvestur af Reykjanesi. Mest kvað þó að snarpri hrinu smáskjálfta á svæðinu við Upptyppinga og Álftadalsdyngju. Um 1400 skjálftar mældust á svæðinu.

Suðurland

Fáir skjálftar mældust á Suðurlandi og voru þeir allir litlir. Sá stærsti var 1,7 stig á Hengilssvæðinu.

Reykjanesskagi

Á svæðinu frá Kleifarvatni vestur fyrir Fagradalsfjall var nokkuð af smáskjálftum 1,4 stig og minni. Um 70 km suðvestur af Reykjanesi mældust þrír skjálftar, sá stærsti 2,8 stig að stærð.

Norðurland

Nokkur virkni var vítt og breitt á Tjörnesbrotabeltinu alla vikuna. Stærstu skjálftarnir 2,6 - 2,8 stig voru skammt austan við Grímsey, norður af Tjörnesi og út af Eyjafirði.

Hálendið

Í Vatnajökli mældust nokkrir smáskjálftar, sá stærsti var 1,5 stig í Bárðarbungu. Á svæðinu við Upptyppinga og Álftadalsdyngju hófst mjög snörp hrina smáskjálfta síðdegis föstudaginn 21. mars. Skjálftarnir eru flestir á 14-16 km dýpi og þeir stærstu rúm 2 stig. Um 1400 skjálftar mældust á svæðinu. Hér má fylgjast með og skoða framvindu virkninnar með tíma.

Mýrdalsjökull

Örfáir smáskjálftar voru staðsettir í Mýrdalsjökli, bæði utan öskjunnar og innan, sá stærsti var 1,2 stig. Nokkrir skjálftar mældust einnig norðan jökulsins á Torfajökulssvæðinu. Þeir voru allir undir einu stigi.

Þórunn Skaftadóttir