Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080505 - 20080511, vika 19

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Þann 6. maí varð smáskjálftahrina við Krísuvík. Hrinan byrjaði um miðnætti og lauk rétt fyrir átta um morguninn. Stærstu skjálftarnir mældust um 1,9 stig. Sömu nótt urðu tveir skjálftar 4,2 að stærð rúmlega fimm hundruð kílómetra NA af Kolbeinsey. Um kvöldið sama dag fylgdu nokkrir skjálar í kjölfarið, heldur stærri. Milli átta og níu um morguninn þennan sama dag urðu þrír skjálftar rúmlega þúsund kílómetra SV af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Sá stærsti var 4,8 stig en hinir tveir 4,5 stig hvor.

Suðurland

Á 30 kílómetra kafla austur af Selfossi urðu 5 örsmáir skjálfar.

Reykjanesskagi

Rúmlega 50 skjálftar mældust á Reykjanesskaga og -hrygg. Sá stærsti um 2,8 stig átti upptök sín 6 km ASA af Eldeyjarboða. Allflestir skjálftarnir voru í Krísuvík á 5 til 7 kílómetra dýpi.

Norðurland

Um 20 skjálftar mældust á Norðurlandi. Á 50 kílómetra kafla norður af Siglufirði mældust níu skjálftar. Á 30 kílómetra kafla norður af Grímsey mældust 6 skjálftar. Í Öxarfirði mældist einn skjálfti. Ellefu kílómetra SV af Kröfluvirkjun mældist einn skjálfti.

Hálendið

Um 60 skjálftar mældust á hálendinu. Austan Dyngjufjalla mældust um 40 skjálftar. Sex þeirra voru NV við Álftadalsdyngju á rúmlega 7 km dýpi. Í Vatnajökli mældust 15 skjálftar. Fimm við Bárðarbungu, tveir við Kverkfjöll, einn við Hamarinn og sjö í Skeiðarárjökli. Við Langjökul mældist einn skjálfti.

Mýrdalsjökull

Rúmlega 10 skjálftar mældust við Mýrdalsjökul. Þrír í Kötlu, sex í Tungukvíslarjökli, einn í Eyjafjallajökli og einn NA við Torfajökul.

Ólafur St. Arnarsson