| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20080630 - 20080706, vika 27
PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af |
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni voru staðsettir 780 skjálftar og 4 líklegar sprengingar.
Suðurland
Meginskjálftavirkni vikunnar var eftirskjálftavirknin í Ölfusinu en þar mældust
um 650 jarðskjálftar.
Mest var virknin á suðurhluta meginsprungunnar, Kross-sprungunnar.
Stærsti eftirskjálftinn í vikunni var 2.6 að stærð með upptök við norðvesturenda
Ingólfsfjalls þann 5. júlí kl. 15:03.
Á Suðurlandi mældust einnig jarðskjálftar í Flóanum, við Hestfjall, í Holtum og í Landsveit.
Við Áshverfi í Holtum mældust 3 skjálftar.
Reykjanesskagi
Jarðskjálfti að stærð 1.7 varð um 3 km norður af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg
þann 5. júlí kl. 06:03.
Smáskjálftar voru við Fagradalsfjall og Kleifarvatn í vikunni. Sá stærsti var
1.9 að stærð þann 4. júlí kl. 03:54 með upptök um 4.5 km norðaustur af Krísuvík.
Norðurland
Jarðskjálftar voru á Grímseyjarbeltinu, frá Grímsey inn í Öxarfjörð. Einnig voru
skjálftar við Flatey, Þeistareyki, í Eyjafirði og á Tröllaskaga. Þann 6. júlí var smáhrina
af skjálftun úti fyrir mynni Eyjafjarðar. Stærsti skjálftinn sem mældist var 1.9 að stærð
með upptök úti fyrir mynni Eyjafjarðar þann 6. júlí kl. 14:59.
Hálendið
Undir Vatnajökli mældust skjálftar við Bárðarbungu, Kistufell, Kverkfjöll,
Lokahrygg, Grímsvötn og norðvetur af Þórðarhyrnu.
Þrír ísskjálftar mældust undir Skeiðarárjökli, einn þann 5. júlí og tveir þann 6. júlí.
Þann 6. júlí mældust einnig ísskjálftar í vesturhluta Brúarjökuls
Einn skjálfti mældist austur af Snæfelli.
Tveir skjálftar voru við Öskju og tveir við Herðubreið og Herðubreiðartögl.
Fáeinir skjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu. Staðsetning flestra þeirra er ónákvæm.
Tveir skjálftar voru við Geldingfell við Langjökul.
Mýrdalsjökull
Undir Mýrdalsjökli mældust 10 skjálftar. Þrír voru innan Kötluöskjunnar og einn norðaustur
af Sólheimajökli. Hinir voru undir vesturhluta jökulsins. Stærstu jarðskjálftarnir
allt að 2.3 að stærð áttu upptök við Goðabungu.
Einnig mældust skjálftar við norðvesturhorn jökulsins en staðsetning þeirra er ekki nákvæm.
Mánudagur 30. júní:
Jarðsskjálfti að stærð 0.8 kl. 00:10 með upptök um 4.5 km NA af Herðubreiðartöglum.
Einn skjálfti kl. 02:06 með upptök um 11 km norðnorðaustur af Flatey á Skjálfanda, stærð 0.5.
Skjálfti við Þeistareyki kl. 10:17, stærð 0.5.
Norður af Sólheimajökli undir Myrdalsjökli varð skjálfti kl. 11:52 um 0.5 að stærð.
Einn skjálfti um 3 km vestur af Grenivík í Eyjafirði kl. 13:16, stærð 1.5.
Fjórir smáskjiálftar við Krísuvík og Kleifarvatn á Reykjanesskaga.
Allir aðrir skjálftar með upptök í Ölfusi og Flóa.
Þriðjudagur 01. júlí:
Gunnar B. Guðmundsson