Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20080922 - 20080928, vika 39

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Stórir skjálftar sem urðu við Jan-Mayen á sunnudagskvöld (og á mánudag) sáust vel á mælum á Norðurlandi og hálendinu, sá stærsti (mb=5.5) varð kl. 19:52 og má t.d. má fá nánari upplýsingar á vef EMSC.

Suðurland

Mest var um eftirskjálftavirkni á nýju Kross-sprungunni.

Reykjanesskagi

Skjálftar mældust undir Sveifluhálsi, Kleifarvatni, beggja megin Fagradalsfjalls, einn lítill nærri Keili tveir við Svartsengi, sá stærri ML=2,8.

Norðurland

Smáhrinur urðu úti fyrir mynni Eyjafjarðar (22.), austan Flateyjar á Skjálfanda (26.) og í Öxarfirði (27.-28.).

Hálendið

Nokkuð var um skjálftavirkni í Vatnajökli, líkt og síðustu vikur. Þrír skjálftar mældust á sunnanverðri Grímsvatnaöskjunni, 24., 25. og 28. september (stærðir 2,1-2,4) og jafnframt mældust 10 skjálftar norðaustan í Bárðarbungu og við Kistufell. Þá var allveruleg ísskjálftavirkni í Skeiðarárjökli 22.-23. september, líklega vegna áframhaldandi úrhellisrigningar á Suðurlandi og greiðrar rennslisleiðar ofan úr Grænalóni, en úr því hljóp rúmlega viku áður. Líkt of síðustu vikur mældist nokkur virkni í nágrenni Upptyppinga, en rúmlega tuttugu skjálftar á 5-9 km dýpi voru staðsettir undir norðurhlíðum Hlaupfells (norðan Upptyppinga) en einnig mældust skjálftar við Öskju, Herðubreið og Herðubreiðartögl. Upp úr kl. 15:30 sunnudaginn, 28. september, fór að bera á auknum óróa á Grímsfjalli (skjálftastöðinni grf), sem ekki sést annars staðar. Frekari aukning sást svo upp um hálf-fimm-leytið. Þegar þetta er ritað (1. okt.) virðist óróinn á grf, fara lækkandi en gögn hafa þó borist stopult frá stöðinni síðasta sólarhringinn. Hugsanlega hefur vatn byrjað að leka frá Grímsvatnaöskjunni en þar sem engar aðrar vísbendingar um slíkt hafa sést á vatnshæðarmæli Vatnamælinga í Skeiðará er líka hugsanlegt að suða í jarðhitakerfi valdi titringnum.

Mýrdalsjökull

Nokkrir skjálftr mældust bæði undir vesturjaðri jökulsins og innan öskjunnar.

Sigurlaug Hjaltadóttir