Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20081020 - 20081026, vika 43

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í vikunni voru staðsettir 381 jarðskjálftar og 5 líklegar sprengingar.

Suðurland

Rúmlega 80 jarðskjálftar mældust á Kross-sprungunni í Ölfusi. Nær allir þeirra voru minni en 1 að stærð.

Reykjanesskagi

Þann 21. október mældust 2 jarðskjálftar að stærð 1,2 og 2,3 með upptök um 3.5 km norðvestur af Eldeyjardrangi á Reykkaneshrygg.
Á Reykjanesskaga mældust fáeinir smáskjálftar við Fagradalsfjall, Kleifarvatn og við Heiðina há.

Norðurland

Þann 20. október kl. 02:35 varð jarðskjálfti að stærð 4.2 með upptök í Öxarfirði. Skjálftinn fannst vel um norðaustanvert landið þar á meðal á Akureyri , Húsavík og við Kópasker. Í kjölfarið hafa fylgt um 110 eftirskjálftar í vikunni. Stærstu eftirskjálftarnir voru um 2,5 að stærð.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældust 19 jarðskjálftar. Upptök flestra skjálftanna voru norðaustur af Bárðarbungu. Stærstu skjálftarnir þar voru um 2.3 að stærð.
Jarðskjálftar mældust einnig norðaustur af Grímsvötnum, við Kverkfjöll og við Kistufell.

Um 56 jarðskjálftar mældust í vikunni við Hlaupfell norðan við Upptyppinga. Flestir skjálftanna komu fram í hrinu sem hófst um kl. 08 þann 22. október og stóð fram undir hádegi sama dag. Stærsti skjálftinn í hrinunni var um 1.7 að stærð. Upptök skjálftana voru á rúmlega 6 km dýpi.
Jarðskjálftar mældust einnig við Öskju, Herðubreið og Herðubreiðartögl.

Mýrdalsjökull

Undir Mýrdalsjökli mældust 37 skjálftar. Flestir þeirra voru með upptök undir Goðabungu í vestanverðum jöklinum. Stærsti skjálftinn þar var um 2,3 stig. Undir Kötluöskjunni mældust 6 skjálftar og þeir stærstu þar voru um 1 að stærð.

Gunnar B. Guðmundsson