| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20081208 - 20081214, vika 50

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Í vikunni mældust 230 jarðskjálftar og sjö sprengingar við Sauðárdalsstíflu.
Suðurland
Skjálftavirkni var mest á Krosssprungu. Stærsti jarðskjálftinn mældist 8. desember kl. 09:12 og fannst hann í Hveragerði. Hann var 2,2 að stærð með upptök um fimm km suður af Skálafelli.
Reykjaneshryggur og Reykjanesskagi
Sjö jarðskjálftar mældust út á Reykjaneshrygg, sá stærsti 2,7 stig. Þeir voru staðsettir lengra frá landi en jarðskjálftarnir í síðustu viku.
Lítil skjálftavirkni var á Reykjanesskaga.
Norðurland
Mesta skjálftavirkni norðan við land var um 20 km norður af Siglufirði. Þar mældust 26 jarðskjálftar, flestir aðfararnótt sunnudagsins 14. desember. Stærsti var 2,4 stig.
Hálendið
Sjö jarðskjálftar mældust við Kistufell, fjórir á mánudaginn 8. desember. Sá stærsti var 2,6 stig. Einnig mældust jarðskjálftar við Kverkfjöll, norðaustan í Bárðarbungu og austarlega á Lokahrygg.
Tólf smáskjálftar mældust vestan við Herðubreiðartögl mánudaginn 8. desember. Þeir voru flestir innan við einn að stærð. Nokkur smáskjálftavirkni var einnig norðan Upptyppinga og í Dyngjufjöllum.
Mýrdalsjökull
Nítján skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli. Sjö voru staðsettir í norðurhluta Kötluöskju og urðu á tuttugu mínútum í kringum miðnætti aðfararnótt sunnudagsins 14. desember. Allir voru innan við 2,5 stig að stærð.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir