Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20100329 - 20100404, vika 13

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 340 jarðskjálftar mældust í vikunni. Meginskjálftavirkni vikunnar var undir Eyjafjallajökli, í Öxarfirði svo og við Högnhöfða suðaustan við Skjaldbreið.

Suðurland

Smáskjálftar við Raufarhólshelli í Ölfusi, við Krossprunguna í Flóa. Einnig í Flóanum austan Selfoss, við Hestvatns- og Holtsprungurnar.
Fáeinir smáir jarðskjálftar á Hengilssvæðinu. Sunnudaginn 4. apríl voru 3 smáskjálftar norðan við Hveragerði sem höfðu tiltölulega lága tíðni.

Reykjanesskagi

Lítil sem engin skjálftavirkni á Reykjanesskaganum.
Fjórir jarðskjálftar voru með upptök á norðanverðum Reykjaneshrygg sem allir voru minni en 1,4 að stærð.

Norðurland

Tveir jarðskjálftar við Grímsey og Flatey. Megin jarðskjálftavirkni úti fyrir Norðurlandi var í Öxarfirði. Þar mældust um 90 jarðskjálftar í vikunni. Sá stærsti tæpur 3 að stærð þann 30. mars kl. 20:10.
Á Þeistareykjum mældust 8 jarðskjálftar, sá stærsti 2,4 stig. Við Kröflu voru 3 smáskjálftar og einn við Námaskarð.

Hálendið

Undir Vatnajökli mældist mest jarðskjálftavirkni norðaustan við Bárðarbungu og á Lokahrygg. Stærsti jarðskjálftinn var 2,2 að stærð norðaustan við Bárðarbungu.

Á svæðinu við Öskju, Herðubreið og norðan við Upptyppinga mældust um 30 jarðskjálftar. Stærsti skjálftinn á þessum svæðum var að stærð 1,9 með upptök við suðaustanvert Öskjuvatn þann 31. mars kl. 00:56.

Einn jarðskjálfti var við Grímsvötn og einn við Kverkfjöll.

Á fjórða tug jarðskjálfta mældust með upptök við Högnhöfða, um 11 km suðaustur af Skjaldbreið, á tímabilinu 29.-31. mars. Stærsti skjálftinn mældist 2,5 þann 29.3., kl. 19:08.

Einn skjálfti mældist á Mýrum á Snæfellsnesi þann 4. apríl kl. 09:58, um 1 að stærð.

Eyjafjalla- og Mýrdalsjökull

Undir og við Eyjafjallajökul mældust rúmir 90 jarðskjálftar. Flestir undir austuröxl jökulsins. Frá mánudegi til miðvikudags var fjöldi skjálfta um 2-3 tugir á sólarhring en eftir það um tugur. Stærsti jarðskjálftinn mældist þann 1. apríl kl. 15:07 með upptök undir austuröxl jökulsins, 2,9 að stærð. Þann 2. apríl varð jarðskjálfti við sporð Krossárjökuls in í Þórsmörkinni sem var 2,8 að stærð. Einn jarðskjálfti mældist á um 23 km dýpi undir Eyjafjallajökli þann 30. mars kl. 14:23 sem var 1,6 að stærð. Ný gossprunga myndaðist þann 31.3. klukkan 19. Hún var samkvæmt sjónarvottum um 300 metra löng og liggur norðvestur frá eldri gosstöðinni. Hraun rennur frá henni út í Hvannárgilið. Engar breytingar komu fram á óróa á skjálftamælum og ekki mældust neinir jarðskjálftar við þennan atburð. Aðfaranótt sunnudagsins 4. apríl náði hraun að renna til vestur og náði snjóalögumí vestari drögum Hvannársgils. Við það komu hlauptoppar í Hvanná og einnig um kvöldið en eftir það minnkaði vatnsrennslið í Hvanná verulega.

Einn skjálfti mældist norðan Háubungu undir Mýrdalsjökli.

Annað

Þann 30. mars varð skjálfti fyrir austan land um 150 km suðaustur af Egilsstöðum og var 3,2 að stærð.

Jarðskjálfti að stærð 4,8 var við Jan Mayen þann 2. apríl .kl. 22:08 og þann 1. apríl var skjálfti að stærð 3,2 með upptök á Kolbeinseyjarhrygg um 200 km norðaustur af Kolbeinsey.

Gunnar B. Guðmundsson