Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20101122 - 20101128, vika 47

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Í Vikunni voru staðsettir 261 skjálftar auk nokkurra sprenginga. Í byrjun vikunnar var virknin mest í Krísuvík og nágrenni, en á upp úr hádegin á Sunnudeginum, 28. nóvember, hófst skjálftaruna rétt SV við Herðubreið og mældust þann daginn 51 skjálfti á því svæði. Stærstu skjálftarnir í vikunni voru rétt norðan við Skaftárkatlanna í Vatnajökli. Stærsti skjálftinn mældist 3,9 af stærð og er hér áhrifakort (e. shake map) fyrir þann skjálfta.

Hægt er að sjá áhrifakort fyrir stærstu skjálftana sem mælast, en hafa ber í huga að stærðir skjálfta eru reiknaðar með annarri aðferð við gerð áhrifakortanna og eru því ekki í öllum tilvikun þær sömu og eru í skjálftalistanum hér og á forsíðu VÍ.

Suðurland

Það mældust 42 skjálftar og var virknin mest í Ölfusi, en þar voru 20 skjálftar.

Reykjanesskagi

Á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg mældust 44 skjálftar. Mest var virknin við Krísuvík, en þar mældust 37 skjálftar í vikunni.

Norðurland

Alls mældust 85 skjálftar á Norðurlandi og fyrir norðan land. Virknin Var einna mest í Öxarfirði, en þar mældust 22 skjálftar. Við Grímsey mældust 13 skjálftar. Skammt frá Þeistareykjum mældust 4 skjálftar og við Kröflu voru 4 skjálftar.

Hálendið

Skjálftar mældust víða um hálendið, en einn skjálfti var rétt sunnan við fjallið Ok, einn í syðst í Langjökli og einn rúma 6 km vestur af Hvalvatni. Einn skjálfti mældist rétt vestur af Torfajökli. Í námunda við Blöndulón mældust 7 skjálftar og tveir skjálftar mældust 7 og 18 km vestur af lóninu. Rétt um 3 km vestan við Gæsahnjúk mældust þrír skjálftar og tveir skjálftar við Kistufell.
Við Öskju mældist einn skjálfti, við Hlaupfell 14 skjálftar og einn til viðbótar um 6 km vestar. Við Herðubreið var virknin einna mest, en þar mældust 70 skjálftar í vikunni og af þeim voru 52 skjálftar í skjálftarunu þann 28. nóvember. Rétt SV af Herðubreiðartöglum mældust 14 skjálftar.

Vatnajökull

Í Vatnajökli mældust 11 skjálftar. Þar voru m.a. stærstu skjálftar vikunnar, þrír stærstu skjálftarnir mældust rétt norðan við Skaftárkatlanna. Hér má sjá áhrifakort (e. shake map) fyrir stærsta skjálftann.

Mýrdalsjökull

Í Mýrdalsjökli mældust 9 skjálftar og flestir þeirra í norðvestur hluta jökulsins, en stærsti skjálftinn mældist austast í jöklinum og var hann rétt um 2 af stærð. Í Eyjafjallajökli mældust 2 skjálftar.

Virkni vikunnar eftir dögum

Mánudagur, 22. nóvember, kl. 17:00
Það mældust 30 skjálftar víðsvegar um landið, en einna mest var virknin á svæðinu við Krýsuvík og Keili, en þar mældust 7 skjálftar.
Þriðjudagur, 23. nóvember
Það mældust 53 skjálftar. Virknin var mest við Krýsuvík, en þar mældust 16 skjálftar. Við Blöndulón mældust 6 skjálftar. Á svæðinu við Öskju, Herðubreið og Upptyppinga mældust 9 skjálftar.
Miðvikudagur, 24. nóvember
Það mældust 16 skjálftar víðsvegar um landið.
Fimmtudagur, 25. nóvember
Alls mældust 38 skjálftar. Mest hefur virknin verið við Herðubreiðartögl, en þar mældust 13 skjálftar. Stærsti skjálftinn varð hins vegar í Vatnajökli, en þar varð skjálfti að stærðinni 3,9. Hér má sjá áhrifakort (e. shake map) fyrir þann skjálfta.
Föstudagur, 26. nóvember
Alls mældust 21 skjálfti. Stærstu skjálftarnir voru á sömu slóðum og stærsti skjálftinn í gær, voru þeir 3,0 og 3,3 af stærð.
Laugardagur, 27. nóvember.
Það mældust 33 skjálftar. Mest er virknin um 13 km SA af Grímsey, en þar mældust 12 skjálftar. Við Krýsuvík mældust 6 skjálftar.
Sunnudagur, 28. nóvember, kl. 15:30
Alls mældust 79 skjálftar. Mest var virknin við Herðubreið, en þar mældust rúmlega 50 skjálftar.

Hjörleifur Sveinbjörnsson