Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20101129 - 20101205, vika 48

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Rúmlega 580 jarðskjálftar og 5 sprengingar voru staðsettar í vikunni.

Suðurland

Fáeinir jarðskjálftar voru í Flóanum, við Hestvatn og víðar.

Reykjanesskagi

Fjórir jarðskjálftar áttu upptök á norðanverðum Reykjaneshryggnum. Þeir voru á stærðarbilunu 1,4 til 1,9.

Viðvarandi jarðskjálftavirkni var á Krýsuvíkursvæðinu og alls mældust þar um 260 jarðskjálftar. Stærsti jarðskjálftinn mældist 2,5 að stærð með upptök um 1,5 km vestur af Krýsuvíkurskólanum þann 1. desember. Nær allir aðrir jarðskjálftar á svæðinu voru minni en 2 að stærð.

Norðurland

Úti fyrir Norðurlandi mældust skjálftar aðallega vestan við Flatey og inn í Öxarfirði. Fjórir smáskjálftar mældust við Kröflu og Þeistareyki.

Hálendið

Undir vatnajökli mældust 14 jarðskjálftar. Stærsti jarðskjálftinn var 2,6 að stærð átti upptök norðaustur af Bárðarbungu. Tveir jarðskjálftar voru við Grímsvötn, fjórir við Esjufjöll, einn á Lokahrygg og hinir voru norðaustur af Bárðarbungu.

Við Öskju og Herðubreið mældust skjálftar en mesta virknin á þessu svæði var vestan við Herðubreiðartögl. Þar mældust 106 jarðskjálftar á grunnu dýpi. Stærsti skjálftinn þar mældist rúmlega 2,7 að stærð þann 2. desember.

Þann 5. desember var jarðskjálftahrina við Tvídægru í Borgarfirði og mældust þá tæplega 60 jarðskjálftar. Stærsti jarðskjálftin þar var um 2,3 að stærð. Upptök jarðskjálftanna núna eru á svipuðum slóðum og þeirra sem voru í byrjun febrúar 2010.

Mýrdalsjökull

Tveir jarðskjálftar mældust í sunnanverðum Eyjafjallajökli. Undir Mýrdalsjökli mældust 17 jarðskjálftar. Tveir skjálftar voru undir Kötluöskjunni, fjórir undir Sandfellsjökli og hinir við Goðabungu. Stærstu skjálftarnir voru um 2,2 að stærð og áttu upptök undir Goðabungu.

Gunnar B. Guðmundsson