![]() | Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
---|
[Skjálftalisti] | [Fyrri vika] | [Næsta vika] | [Aðrar vikur] | [Jarðeðlissvið] |
Sérkort af
[Suðurlandi] | [Reykjanesi] | [Hengilssvæðinu] | [Bárðarbungu] | [Lang-og Hofsjökli] | [Öskju] | [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] | [Norðurlandi] |
Viðvarandi jarðskjálftavirkni var á Krýsuvíkursvæðinu og alls mældust þar um 260 jarðskjálftar.
Stærsti jarðskjálftinn mældist 2,5 að stærð með upptök um 1,5 km vestur af Krýsuvíkurskólanum
þann 1. desember. Nær allir aðrir jarðskjálftar á svæðinu voru minni en 2 að stærð.
Við Öskju og Herðubreið mældust skjálftar en mesta virknin á þessu svæði var vestan við
Herðubreiðartögl. Þar mældust 106 jarðskjálftar á grunnu dýpi. Stærsti skjálftinn
þar mældist rúmlega 2,7 að stærð þann 2. desember.
Þann 5. desember var jarðskjálftahrina við Tvídægru í Borgarfirði og mældust þá tæplega 60 jarðskjálftar. Stærsti jarðskjálftin þar var um 2,3 að stærð. Upptök jarðskjálftanna núna eru á svipuðum slóðum og þeirra sem voru í byrjun febrúar 2010.