Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20120416 - 20120422, vika 16

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Vikan var fremur róleg framan af. Megnið af þeim rúmlega 300 jarðskjálftum sem mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar mældust um helgina við Húsmúla á Hellisheiði og þar mældist einnig stærsti skjálfti vikunnar, rúmlega þrjú stig.

Suðurland

Við Húsmúla á Hellisheiði mældust tæplega 200 skjálftar vegna niðurrennslis affallsvatns í borholur Hellisheiðarvikjunar. Mesta virknin var á laugar- og sunnudag og varð stærsti skjálftinn, rúmlega þrjú stig, á laugardagskvöldið klukkan 22:36. Tilkynning barst frá Selfossi um að hann hefði fundist þar. Að mestu leyti var um smáskjálftavirkni að ræða, nokkir voru þó tvö stig og rúmlega það. Hér má sjá mynd með afstæðum staðsetningum frá því í byrjun september 2011 og fram til 22. apríl í ár. Stjörnurnar sýna upptök skjálftanna (M4) frá morgni 15. október. Um tugur smáskjálfta mældist austast í Suðurlandsbrotabeltinu og nokkrir annars staðar á Suðurlandsundirlendinu.

Reykjanesskagi

Rólegt var á Reykjanesskaga og -Reykjaneshrygg.

Norðurland

Tæplega 50 skjálftar mældust á og úti fyrir Norðurlandi, dreifðir í tíma og rúmi. Enginn náði þremur stigum.

Hálendið

Tæplega 20 skjálftar mældust í Vatnajökli, um helmingur við Kistufell. Stærsti skjálftinn var rúm tvö stig við Hamarinn. Allt var með kyrrum kjörum á Grímsvatnasvæðinu. Rólegt var á svæðinu norðan Vatnajökuls og einn smáskjálfti mældist í Öskju. Einn skjálfti mældist í Hofsjökli og annar í Þórsidal við Langjökul, báðir rúmlega eitt stig.

Mýrdalsjökull

Rólegt var í Mýrdalsjökli en þar mældust um 20 skjálftar, þar af helmingur innan öskjunnar. Stærsti skjálftinn var 1,5 að stærð og var hann í vestanverði öskjunni, nálægt katli 4. Þrír smáskjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu og einn við Surtsey.

Evgenia Ilyinskaya, Sigþrúður Ármannsdóttir og Matthew J. Roberts