Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálftar 20150824 - 20150830, vika 35

[Skjálftalisti] [Fyrri vika] [Næsta vika] [Aðrar vikur] [Jarðeðlissvið]

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér

Sérkort af

[Suðurlandi] [Reykjanesi] [Hengilssvæðinu] [Bárðarbungu] [Lang-og Hofsjökli] [Öskju] [Mýrdals- og Eyjafjallajökli] [Norðurlandi]

Lýsing á skjálftavirkni vikunnar

Tæplega 450 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands. Stærsti skjálfti vikunnar mældist 2,4 að stærð við Bárðarbungu. Alls urðu um 50 skjálftar við Bárðarbunguöskjunna og um 70 í ganginum undir Dyngjujökli. Smáhrinur mældust við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og í Eiturhóli norðan Hengils. Fremur rólegt var á Mýrdalsjökulssvæðinu.

Reykjanesskagi

Um tíu skjálftar mældust á Reykjaneshrygg, sá stærsti var 2,3 að stærð þann 28. ágúst kl. 01:30. Ríflega 75 skjálftar urðu á sprungum og jarðhitasvæðum á Reykjanesskaga, þar af flestir við Fagradalsfjall norðaustan Grindavíkur, í Móhálsadal og við Vífilsfell. Enginn þeirra náði tveimur stigum.

Suðurland

Rúmlega 50 smáskjálftar voru staðsettir á Hengilssvæðinu, flestir við Eiturhól norðan Hengils og nokkrir í Hveradölum, við Hrómundartind og i Ölfusi. Auk þess mældust 15 skjálftar á jarðskjálftasprungum á Suðurlandsundirlendinu, þar af um helmingur á Hestfjallssprungu.

Mýrdalsjökull

Um 30 skjálftar urðu undir Mýrdalsjökli, þar af aðeins níu inni í Kötluöskjsunni, um tylft við Goðabungu og nokkrir við Hafursárjökul. Enginn þeirra náði tveimur stigum, allir í öskjunni voru minni en eitt stig. Tæplega 15 smákjálftar áttu upptök á Torfajökulssvæðinu, einn við Eyjafjallajökul og tveir við Heklu.

Hálendið

  • Rúmlega 50 jarðskjálftar voru staðsettir við Bárðarbunguöskjuna, sá stærsti var 2,4 að stærð þann 25. ágúst kl. 23:12. Um 70 skjálftar urðu í ganginum undir Dyngjujökli, allir innan við 1,5 stig. Tveir skjálftar áttu upptök við Tungnafellsjökul. Tæplega 10 skjálftar mældust við Öskju og 30 í kringum Herðubreið og Herðubreiðartögl.
  • Smáhrina ísskjálfta mældist undir norðanverðum Síðujökli þann 27. ágúst, en engin merki eru um að virknin tengist hlaupi úr Skáftakötlum. Smávirkni var við Kverkfjöll og Grímsfjall.
  • Jarðskjálfti af stærð 2,1 átti upptök við Kerlingarfjöll þann 24. ágúst kl. 22:56. Auk þess mældist smáskjálftarvirkni við Geitlandsjökul og norðan Geysis.

    Norðurland

    Rúmlega 40 jarðskjálftar urðu úti fyrir Norðurlandi, þar af flestir eða um 30 á Grímseyjarbeltinu og 10 á Húsavíkur-Flateyjarbeltinu. Stærsti skjálftinn mældist í Öxarfirði þann 26. ágúst kl. 04:28 og var hann 2,1 að stærð. Smávirkni var við Kröflu og við Þeistareyki, einn smáskjálfti átti upptök á Tröllaskaga.

    Jarðvakt: Martin Hensch, Salóme Bernharðsdóttir, Bryndís Ýr Gísladóttir og Sölvi Þrastason