| Veðurstofa Íslands
Jarðeðlissvið |
Jarðskjálftar 20101206 - 20101212, vika 49

PostScript-skrá
Forrit sem les PostScript-skrár má nálgast hér
Sérkort af
Lýsing á skjálftavirkni vikunnar
Rúmlega 420 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL mælakerfi Veðurstofunnar í vikunni. Um tveir þriðju þeirra urðu í jarðskjálftahrinum á Krýsuvíkursvæðinu, sem hófst í viku 44. Að auki mældust þrjár sprengingar eða líklegar sprengingar við hin ýmsu vinnusvæði um allt land. Skjálftarnir sem mældust voru af stærðinni Ml -0,8 til 3,2. Sá stærsti varð kl. 04:07 þann 12. desember með upptök ~10 km NA af Grímsey.
Suðurland
Í vikunni mældust 28 jarðskjálftar í Ölfusi og var sá stærsti Ml 1,3. Á Hengilssvæðinu urðu sjö jarðskjálftar á stærðarbilinu Ml -0,4 til 0,7.
Reykjanesskagi
Viðvarandi jarðskjálftavirkni var á Krýsuvíkursvæðinu og alls mældust þar um 152 jarðskjálftar. Sá stærsti var af stærðinni Ml 2,1 á ríflega 4,7 km dýpi.
Norðurland
Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 114 jarðskjálftar. Rúmlega 43 jarðskjálftar mældust NA af Grímsey, í kjölfar stærsta jarðskjálfta vikunnar.
Hálendið
Tæplega 85 jarðskjálftar mældust við Öskju, Herðubreið og Herðubreiðartögl. Sá stærsti 2,5 að stærð var með upptök um 2,5 km vestur af Herðubreiðartöglum.
Í Vatnajökli var mesta virknin í Bárðarbungu og við Grímsfjall. Stærstu skjálftarnir voru um Ml 2,6 að stærð með upptök við Kistufelli.
Mýrdalsjökull
Í 49. viku mældust 16 jarðskjálftar undir Mýrdalsjökli á stærðarbilinu Ml -0,8 til 2,0. Flestir áttu upptök við Goðabungu.
Fjórir jarðskjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu. Upptök flestra þeirra eru fremur illa ákvörðuð.
Matthew J. Roberts