Alls mældust 470 jarðskjálftar vikuna 28. febrúar til 6. mars. Stærsti skjálftinn mældist miðvikudaginn 2. mars af stærð Ml 3,5 um tvo kílómetra suðvestur af Kleifarvatni.
Alls mældust 356 jarðskjálftar við Kleifarvatn. Tveir skjálftar mældust um 170 og 260 kílómetra norður af landinu, báðir af stærð Ml 3.
Suðurland
Á Suðurlandsundirlendi mældust 6 skjálftar og í Ölfusi og Flóa mældust 18 skjálftar, þeir stærstu um Ml 1. Fjórir skáskjálftar mældust við Húsmúla.
Reykjanesskagi
Einn jarðskjálfti mældist við Reykjanestá í vikunni. Virknin við Sveifluháls hélt áfram og á miðvikudag varð skjálfti af stærð Ml 3,5 rétt við Krísuvíkurskóla.
Skjálftarnir í hrinunni sem hófst þann 25. febrúar sjást á þessu korti og þeir stærstu eru merktir með grænni stjörnu. Virkni vikunnar er sýnd á þessu korti hér. Rauð stjarna sýnir áætlaða rismiðju samkvæmt GPS mælingum, en græna stjarnan sýnir stærsta skjálfta vikunnar.
Norðurland
Í Tjörnesbrotabeltinu mældust 18 skjálftar og tveir við Þeistareyki. Einn skjálfti mældist í Fljótunum í Skagafirði.
Hálendið
Tveir skjálftar mældust við Þórisjökul, sá stærri af stærð Ml 2,2. Einn smáskjálfti mældist suðvestur af Skjaldbreið.
Við Torfajökul mældist einn smáskjálfti.
Undir Vatnajökli mældust 17 jarðskjálftar, sá stærsti Ml 2,3. Flestir skjálftanna voru við Grímsfjall og í Grímsvötnum, en einn skjálfti var við Þórðahyrnu, einn í Dyngjujökli (ísskjálfti), tveir á Lokahrygg og tveir við Bárðarbungu.
Þrír skjálftar mældust í Dyngjufjöllum og 10 við Herðubreiðartögl og Hlaupfell.
Mýrdalsjökull
Undir Mýrdalsjökli mældust 18 skjálftar, sá stærsti um Ml 2. Flestir voru staðsettir við Goðabungu.