Jarðeðlissvið - eldri fréttir |
![]() |
Heim- Efnisyfirlit- Forsíða sviðsins- Jarðeðlissvið- Jarðskjálftar- Eldgos - GPS- Óson- Órói- Þensla- Fréttir- Starfsmenn & póstur -English- webmaster@vedur.is |
Suðurlandsskjálftar- Mýrdals- og Eyjafjallajökull |
Á mælum Veðurstofunnar tók að gæta örsmárra skjálfta undir Skeiðarárjökli upp úr kl. 17, fimmtudaginn 11. nóvember. Smæð skjálftanna og það hversu langt er þarna milli mælistöðva gerði það að verkum að mjög erfitt var að staðsetja þá með venjulegum aðferðum. Á laugardagskvöldið tók starfsfólk Veðurstofunnar eftir þessum skjálftum og að einhverjir þeirra mundu vera undir Skeiðarárjökli. Þegar fréttir komu af því á sunnudeginum að minni háttar Skeiðarárhlaup væri hafið mátti slá því föstu að þessir skjálftar væru ísskjálftar sem mynduðust í framrás hlaupsins undir jöklinum.
Nú hefur tekist að staðsetja þessa skjálfta
með sæmilegri nákvæmni. Þeir eru ekki langt frá líklegri hlauprás.
Þessi reynsla er mikilvæg og getur kennt okkur að uppgötva hvenær hlaup hefjast út frá jarðskjálftamælingum.
Ragnar Stefánsson.
Borholan við Kleifarvatn, sem oft hefur verið nefnd túristaborholan eða stundum drottingarhola hætti að blása aðfaranótt sunnudags. Hún er talin hafa blásið óslitið frá því þarna var borað fyrir meira en 4 áratugum.
Hugsanleg skýring er að holan hafið hrunið saman. Önnur skýring gæti verið að þarna hafi orðið landbreytingar eða sprunguhnik, sem sé ástæða þess að dregur úr jarðhitavirkninni á þessum svæði. Það hefur einnig verið bent á að lækkað hafi í leirhver þarna á svæðinu. Þetta hvort tveggja gæti verið samverkandi.
Jarðskjálftar voru ekki miklir um síðustu helgi, miðað við það sem venjulegt er á þessu svæði. Á hinn bóginn hefur verið tiltölulega mikið um jarðskjálfta þarna, sunnarlega í Sveifluhálsinum, og næsta nágrenni við þetta jarðhitasvæði frá því í lok júní í sumar. Líklegt er að þessir jarðskjálftar tengist kvikuinnskotum á nokkurra km dýpi, og tilheyrandi minni háttar landbreytingum. Ýmis einkenni jarðskjálftanna sem orðið hafa á þessu tímabili styðja að svo sé.
Það er svo annað mál að þótt mikið hafi verið um skjálfta þarna frá því í sumar miðað við
allra síðustu ár, er þetta ekki mikið miðað við hvað þarna er vanalegt þegar til lengri tíma er litið. Gott eftirlit
þarf að hafa með svæðinu, og er fylgst vel með því á Veðurstofunn, hvað skjálfta varðar.
Ragnar Stefánsson.