Jarðeðlissvið - eldri fréttir |
![]() |
Heim- Efnisyfirlit- Forsíða sviðsins- Jarðeðlissvið- Jarðskjálftar- Eldgos - GPS- Óson- Órói- Þensla- Fréttir- Starfsmenn & póstur -English- webmaster@vedur.is |
Suðurlandsskjálftar- Mýrdals- og Eyjafjallajökull |
30. desember 2001
Skjálftahrina hófst við Eldeyjarboða, 80 km SV af Reykjanesvita, uppúr miðnætti. Stærstu skjálftarnir eru á bilinu 3.0 - 3.5 á Ricterskvarða.
Skjálftahrinur á Reykjaneshrygg eru algengar.
Vigfús Eyjólfsson
Myndin sýnir hraða í mm/s á jarðskjálftamælinum í Gilhaga í Öxarfirði. Komutími helstu bylgna er merktur inn á myndina. Efst er lóðréttur þáttur mælisins, í miðju radíal þáttur, og neðst tangent þáttur.
Tveir skjálftar fundust í Reykjavík í nótt. Sá fyrri var klukkan 3:48 af stærðinni 2.8 á Richter og sá síðari rétt um 40 sekúndum síðar af stærðinni 2.9 á Richter
Báðir áttu upptök sín um 7.5 km norðan við Bláfjallaskála.
Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur
Tveir jarðskjálftar urðu í morgun kl. 09:28 og 10:43 um 7 km norðan við Bláfjallaskála. Þeir mældust 2.2 og 2.7 stig á Richterskvarða.
Sá seinni fannst í Kópavogi, Mosfellsbæ og í Reykjavík.
Á miðvikudaginn mældust tveir skjálftar á sama svæði, en þeir voru minni, 2.1 og 0.6 að stærð.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir
Kl. 23:16 í kvöld mældist skjálfti af stærðinni 4,1 á Richter 13 km VSV af Kópaskeri. Þessi skjálfti kemur í kjölfar hrinu sem hófst kl. 1:40 í fyrrinótt. Íbúar á Kópaskeri fundu vel fyrir honum. Fylgst verður vel með framvindu skjálftanna á svæðinu.
Hjörleifur Sveinbjörnsson
Tilkynnt var að jarðskjálfti hefði fundist í Reykjahlíð um klukkan átta í kvöld. Skjálftinn, sem varð kl. 19:58, mældist 2,4 á Richter og voru upptökin við Námaskarð. Að öðru leiti hefur verið rólegt í jörðinni fyrir norðan og er þetta eini skjálftinn sem mælst hefur á Norðurlandi í dag.
Steinunn S. Jakobsdóttir.
Nú er talið að vatnsborðslækkunin í Kleifarvatni megi rekja til sprungna sem að opnast hafa í botni
þess í Suðurlandsskjálftunum síðastliðið ár. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist.
Árið 1663 urðu jarðskjálftar á Reykjanesskaga sem að sögn síra Þorkels Arngrímssonar eyddu marga bæi fjær og nær.
Kleifarvatn nálægt Krísuvík minnkaði, vatnið sogaðist svo í gjár neðanjarðar að nú varð fær vegur fram með því
undir klettunum, en áður hafði vatnið náð 300 fet upp í hamrana
Heimild: Þorvaldur Thoroddsen 1905: Landskjálftar á Íslandi. II. Annað hefti af "Jarðskjálftar á Suðurlandi".
Hið íslenzka bókmenntafélag. Kaupmannahöfn.
Þetta þýðir líklega að strandlínan hafi hörfað um 300 fet svipað og nú hefur gerst og gera má ráð fyrir að þessar
breytingar gangi til baka.
Vigfús Eyjólfsson
Í nótt, um kl 05:30, 26. júlí 2001, hófst óróahviða á Torfajökulssvæðinu og stóð hún
í u.þ.b. hálftíma. Óróinn sást vel á nálægustu mælum (skh, snb, mid, hvo, hau, skr, vat). Áður höfðu mælst nokkrir
litlir skjálftar á svæðinu. Sá fyrsti í gær kl. 10:57 og var hann um 1 að stærð. Hviðan náði hámarki um kl. 05:40 og
upp úr 05:40 fóru að greinast skjálftar í henni. Þrír skjálftar sem urðu undir lok hviðunnar hafa verið staðsettir. Sá
stærsti þeirra var rúmlega 1. Tveir skjálftar hafa mælst þarna í morgun, en að öðru leyti er kyrrt á svæðinu.
Kort
Kristín S. Vogfjörð
Línuritið sýnir hvernig jarðskjálfti af stærðinni 8,1 á Ricterskvarða með upptök í Perú kom fram á jarðskjálftamæli
í Gilhaga við Öxarfjörð.
Hér má sjá hvernig hraði í stóra jarðskálftanum í El Salvador kemur fram á mæli í Gilhaga í Öxarfirði
Kristín S. Vogfjörð