Fréttir af skjálftahrinu á Suðvesturlandi í júní 2000

Heimasíða
Heim - Forsíða sviðsins- Jarðeðlissvið - Jarðskjálftar- Eldgos - GPS - Óson - Órói - Þensla- Fréttir - Starfsmenn & póstur - English - webmaster@vedur.is

Fyrir hverja viku er til skjálftakort og lýsing. Þar er hægt að fletta fram og aftur með því að nota [Fyrri vika] og [Næsta vika]. Einnig er hægt að skoða eldra efni.

Lítil skjálftahrina í Hraungerðishreppi 25. febrúar 2001

Að kveldi sunnudagsins 25. febrúar varð lítil skjálftahrina í Hraungerðishreppi u.þ.b. 7 km vestur af Hestfjallsmisgenginu. Stærsti skjálftinn mældist 2.3 stig og er það stærsti skjálftinn sem mælst hefur á þessu svæði um nokkurt skeið.
Skjálftahrinan
2001-02-25 21:39:53.4, 0.9 að stærð, 6.4 km V af Þjórsárbrú
2001-02-25 21:41:07.5, -0.4 að stærð, 7.3 km V af Þjórsárbrú
2001-02-25 21:59:15.2, 2.3 að stærð, 7.2 km V af Þjórsárbrú
2001-02-25 22:10:41.8, -0.8 að stærð, 6.8 km V af Þjórsárbrú
2001-02-25 22:11:18.6, -0.4 að stærð, 7.5 km V af Þjórsárbrú
2001-02-25 22:14:16.4, -0.3 að stærð, 5.9 km V af Þjórsárbrú
2001-02-25 22:33:50.8, -0.3 að stærð, 7.1 km V af Þjórsárbrú
2001-02-25 22:42:12.9, -0.0 að stærð, 6.9 km VSV af Þjórsárbrú
2001-02-25 22:58:52.3, -0.2 að stærð, 7.5 km VSV af Þjórsárbrú
2001-02-25 23:34:12.8, 0.0 að stærð, 6.2 km V af Þjórsárbrú
2001-02-25 23:42:12.1, 1.2 að stærð, 6.9 km V af Þjórsárbrú
Kort
Vigfús Eyjólfsson

Skjálftar norður af Geysi (3. september 2000)

Kl. 12:44 mældist skjálfti að stærð 2,8 um 10,5 km norður af Geysi. Skjálftinn fannst í Biskupstungum. Örfáir minni skjálftar hafa mælst á svæðinu fram til 13:30. Kl. 21:29 í kvöld mældist skjálfti af stærðinni 3,4 á Richterkvarða. Skjálftinn átti upptök sín 10,5 km norður af Geysi, á sömu slóðum og skjálftinn af stærð 2,8 kl 13:30 í dag. Um mínútu seinna varð eftirskjálfti af stærðinni 1,9. Alls hafa mælst 10 eftirskjálftar nú í kvöld, en 19 skjálftar á þessu svæði þennan sólarhringinn. Í augnablikinu er ekki talið að skjálftarnir boði stærri hrinu.Kort

Steinunn S. Jakobsdóttir.

Grein um stóru jarðskjálftana á Suðurlandi 17. og 21. júní, 2000

Skjálftavirkni undanfarna daga (21. júlí 2000)

Síðan lítil skjálftahrina varð sunnan Hraungerðis síðastliðið sunnudagskvöld hefur dregið úr skjálftavirkni. Hún hefur nær einskorðast við eftirskjálfta á misgengjunum í og við Hestfjall og smáskjálfta við Sandvatn og Sandfell, sem eru skammt sunnan Langjökuls. Það hefur einungis einn skjálfti verið vestan Ölfus.
Vigfús Eyjólfsson

Staðsetningar jarðskjálfta á Suðvesturlandi síðustu 48 klst.

Kort og listi yfir skjálfta fyrsta klukkutímann eftir stóra skjálftann 17. júni

Skjálftar 28. júní 2000

Nánari staðsetning jarðskjálftanna sem byrjuðu um kl. 14 10 í Flóanum er milli Neistastaða og Þingdals, um 5 km til suðvesturs frá Skeiðavegamótum (mótum Suðurlandsvegar og Skeiðavegar). Stærsti skjálfti hingað til er 3.3 og sá næststærsti 3.0
Ragnar Stefánsson

Skjálftar 28. júní 2000

Minni háttar jarðskjálftahrina er hafin rétt suðvestan Hestvatns, í Flóanum. Stærstu skjálftar til þessa eru kl. 14 10, stærð 3.3 og kl. 14 15 stærð 3.0.
Ragnar Stefánsson

Niðurstöður nokkura erlendra jarðvísindastofnana á stærð skjálftans 17. júní 2000 EMSC/CSEM. og NEIC. ATH það eru til nokkrar útgáfur af Richter kvarðanum, sem taka mið af mismundandi þáttum. Þeir nefnast Mb, Ms og MM(einnig skammstafað Mw). Veðurstofan notar Ml sem er sambærilegur við Mb. Nokkur munur getur verið á niðurstöðum eftir kvörðum t.d. fær NEIC stærðina 5.7 á Mb en 6.6 á Ms. Ástæðurnar fyrir mismuninum geta t.d. verið dýpi skjálfta. Ef upptök þeirra eru grunnt geta yfirborðsbylgjur orðið stórar og Ms kvarðinn, sem tekur mið af þeim, gefur þá stærri niðurstöðu en Mb, sem ekki tekur mið af yfirborðsbylgjum. Til að mæla stærð skjálfta af þessari stærðargráðu er best að nota breiðbandsmæla sem eru staðsettir langt frá upptökunum þ.e. meira en 1/18 af ummáli jarðar.

Staðsetningar jarðskjálfta stærri en ML3, á Suðvesturlandi 17. - 21. júní, 2000

NEIC Staðsetning og stærð á skjálftanum 21. júní, 2000 frá USGS.

Síða Orkustofnunar Áhrif Suðurlandsskjáfltans á jarðhitakerfin á Suðurlandi (20. júní 2000).

NEIC Staðsetning og stærð á skjálftanum 17. júní, 2000 (þjóðhátíðar skjálftanum) frá USGS.

European-Mediterranean Seismological Centre Staðsetning og brotlausn fyrir þjóðhátíðar skjálftann frá Potsdam.

Fyrstu niðurstöður samfelldra GPS mælinga eftir skjálfta 17. júní, 2000 (18. júní 2000)

Jarðskjálfti Í Holtum (17. júní 2000)

Þann 17. júní, kl. 15:41 varð jarðskjálfti í Holtum, 9 km suður af Árnesi. Hann var 6.5 að stærð. Annar skjálfti varð kl. 15:42, 5.3 að stærð, 8.5 km austur af Þjórsárbrú.
Kort
Vigfús Eyjólfsson

Efst á síðu