Jarðeðlissvið - eldri fréttir |
Heim- Efnisyfirlit- Forsíða sviðsins- Jarðeðlissvið- Jarðskjálftar- Eldgos - GPS- Óson- Órói- Þensla- Fréttir- Starfsmenn & póstur -English- webmaster@vedur.is |
Suðurlandsskjálftar- Mýrdals- og Eyjafjallajökull |
Jarðskjálftahrina hófst kl. 21 19 laugardagskvöldið 4. nóvember með upptök í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Stærstu
skjálftarnir í hrinunni voru
kl. 22:28, stærð 2.9 kl. 22:39, stærð 3.3 og kl. 23:23, stærð 3.1. Upptök 9 km NA af Grindavík. Allir þessir skjálftar
hafa fundist á Reykjanesskaganum og reyndar nokkrir fleiri, en minni í næsta nágrenni við upptökin.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir
Ragnar Stefánssonn
Fimm skjálftar mældust í morgun (á tímabilinu 05:47 - 07:29) á Reykjaneshrygg við Geirfugladrang. Skjálftarnir voru á
stærðarbilinu 2,2 - 3,6 og mældist sá stærsti klukkan 07:07.
Steinunn S. Jakobsdóttir
Í dag kl. 17:57 mældist stór skjálfti á Reykjaneshrygg u.þ.b. 250 km suðvestur af Íslandi, 5.0 á Richter
Vigfús Eyjólfsson
Í gærkveldi var tvívegis hringd úr Fljótshverfi og tilkynnt um brennisteinslykt, sem er venjulega fyrirboði Skaftárhlaups.
Fyrst var tekið eftir þessu um 19:30. Þá var vindátt NNV. Eftir að hafa haft samband við vísindamenn á Raunvísindastofnun,
sem gáfu þær upplýsingar að kominn væri tímí á Skaftárhlaup og að þau væru yfirleitt í ágúst var ákveðið að
tilkynna Almannavörnum um hugsanlega byrjun á Skaftárhlaupi. Sjálfvirkir mælar Vatnamælinga
Orkustofnunnar staðfestu síðar að hlaup væri hafið.
Skrifað 06. ágúst 2000
Vigfús Eyjólfsson
Í dag kl. 15:41 varð jarðskjálfti í Holtum,9 km suður af Árnesi. Hann var 6.5 að stærð. Annar
skjálfti varð kl. 15:42, 5.0 að stærð, 9.5 km austur af Þjórsárbrú, skammt frá Eystra Gíslholtsvatni.
Kort
Vigfús Eyjólfsson
Í morgun kl 07:00 varð jarðskjálfti 2.5 km NNV af Grímsey. Hann var 3.3 stig að stærð og fannst í
eynni. Nokkrir skjálftar mældust á svæðinu í gærkvöldi og nótt, og voru 5 þeirra yfir 2.5 stig.
Þórunn Skaftadóttir
Í gærmorgun 6.febrúar kl. 6:30 skók skjálfti, að stærð 3.2, Surtsey. Við og við mælast skjálftar
í Surtsey en þessi verður að teljast í stærra lagi. Ekki hefur verið neitt framhald á þessari virkni en
skjálftaeftirlitsmenn Veðurstofunnar fylgjast vel með.
Kristín Jónsdóttir.
Jarðskjálfti varð rétt vestan við Kleifarvatn í morgun klukkan 6:01. Hann mældist 2.5 á Richter.
Aðeins dró úr skjálftavirkninni eftir skjálftann í morgun en á síðustu klukkustund (frá kl. 15:30) hafa nokkrir skjálftar
á stærðarbilinu 1-2, mælst á þessu svæði. Fylgist með skjálftavirkninni
á síðum Veðurstofunnar.
Kristín Jónsdóttir.
Jarðskjálftavirkni heldur áfram við Kleifarvatn og nú rétt í þessu, kl. 14:41, varð skjálfti rétt
innan við 3 á Richter við Trölladyngju um 5 km. vestan við Kleifarvatn. Þessi skjálfti fannst í Reykjavík. Fleiri
jarðskjálftar hafa komið í kjölfarið. Þeir eru á svipuðum slóðum og sá stærsti þeirra var 2.2 á Richter en hinir um
og innan við 2 á Richerskvarða. Skjálftarnir eru 2 - 5 km. djúpir. Fylgist með skjálftavirkninni
á síðum Veðurstofunnar.
Kristín Jónsdóttir.
Jarðskjálfti sem mældist 3.2 á Richterskvarða skók jörð við suðurenda
Kleifarvatns klukkan 11:14 í morgun. Jarðskjálftinn fannst í Reykjavík og honum fylgdu nokkrir minni skjálftar. Sá
stærsti þeirra mældist klukkan 11:36 og reyndist 2.6 á Richter. Skjálftarnir sem mælst hafa í þessari hrinu eru á 4 - 8
kílómetra dýpi og eru allir við suðurenda vatnsins.
Kristín Jónsdóttir.