Jarðeðlissvið - eldri fréttir

Heimasíða
Heim- Efnisyfirlit- Forsíða sviðsins- Jarðeðlissvið- Jarðskjálftar- Eldgos - GPS- Óson- Órói- Þensla- Fréttir- Starfsmenn & póstur -English- webmaster@vedur.is
 Suðurlandsskjálftar- Mýrdals- og Eyjafjallajökull

Jarðskjálftar við Grímsey 2. desember 2002

Klukkan 13:48 og 13:53 í dag 2. des. 2002, urðu jarðskjálftar um 10 km NNA við Grímsey. Þeir reyndust vera 2,7 stig að stærð, og nokkrir minni fylgdu í kjölfarið.

Þórunn Skaftadóttir
Veðurstofu Íslands

 

Jarðskjálfti í Vatnajökli 19. nóvember 2002

Kl. 9:30 varð jarðskjálfti 4,1 að stærð skammt norðan við Bárðarbungu. Á næsta stundarfjórðungi fylgdu 5 skjálftar 2,0-3,1 að stærð og hálftíma seinna 3 skjálftar í viðbót, 2,1 - 2,4 að stærð. Skjálftarnir urðu allir á svipuðum stað.

Bergþóra S. Þorbjarnardóttir
Ragnar Stefánsson
Jarðeðlissvið Veðurstofu Íslands

 

Jarðskjálfti 5 km NA af Gjögurtá 15. nóvember 2002.

Í kvöld kl. 22:27 var jarðskjálfti sem mældist 3.5 stig á Richter. Upptök skjálftans voru á Húsavíkur-Flateyjarmisgengi um 5 km NA við Gjögurtá. Skjálftinn fannst sterkt í Hörgárdal. Enginn eftirskjálfti hefur fylgt þessum skjálfta (kl. 23:00)

Gunnar B. Guðmundsson, gg@vedur.is
Veðurstofu Íslands

 

Jarðskjálftar í Mýrdalsjökli 28. október 2002

Kl.14:12 varð skjálfti um 2,4 að stærð 4 km vestur af Goðabungu í Mýrdalsjökli.

Kristín S. Vogfjörð
Jarðeðlissviði Veðurstofu Íslands

 

Jarðskjálftar í Mýrdalsjökli 28. október 2002.

Í nótt urðu nokkrir skjálftar í suðvestanverðum Mýrdalsjökli og fannst sá stærsti á nokkrum stöðum. Hann varð kl 01:17 og var 3,4 að stærð.
Aðrir skjálftar voru undir 2,0 að stærð.

Kristín S. Vogfjörð
Jarðeðlissviði Veðurstofu Íslands

 

Nokkrar reglulega uppfærðar myndir úr yfirstandandi virkni við Esjufjöll og Öræfajökul (22.okt.2002)

http://hraun.vedur.is/~dori/esjufjoll2002/esjufjoll.html

 

Jarðskjálftar í Vatnajökli 21. október 2002.

Frá því kl. 17:22 hafa aftur orðið skjálftar undir Vatnajökli, skammt vestan Esjufjalla, mest kl. 17:22 (3.2 af stærð) og kl 17:23 (3.0)
Upptökin voru hins sömu og á skjálftunum s.l. nótt.

Ragnar Stefánsson, 8994805

Smáskjálftahrina við Grímsey 9. október 2002.

Smáskjálftahrina hófst rúmlega sex í kvöld um 9 km austan við Grímsey. Flestir skjálftanna eru á stærðarbilinu 1-2 á Richter og sá stærsti  hingað til var klukkan 8 og mældist hann 2.2 á Richter.

Hjörleifur Sveinbjörnsson
Jarðeðlissvið Veðurstofu Íslands

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg 8. október 2002.

Síðustu daga hefur jarðskjálftahrina verið í gangi langt  suður á Reykjaneshrygg (58.3N, 31.9V), um 780 km SV af Reykjanestá.  Frá aðfaranótt sunnudags (6/10) hafa mælst 6 skjálftar á stærðarbilinu 5.0 - 5.5. Þetta eru stærstu skjálftar sem mælst  hafa á Reykjaneshrygg síðustu 30-40 ár.

Sjá einnig: http://wwwneic.cr.usgs.gov/neis/bulletin/bulletin.html

Gunnar B. Guðmundsson (gg@vedur.is)
Veðurstofu Íslands
Jarðeðlissvið

Jarðskjálfti við Kleifarvatn 7. október 2002

Í dag klukkan 16:33 varð jarðskjálfti skammt vestur af Kleifarvatni, um 6 km NNV af Krísuvík. Hann er um 3.2 stig að stærð.

Þórunn Skaftadóttir, jarðfræðingur.

Jöklafýla 20. september 2002

Í dag 20.09. hafa borist nokkrar tilkynningar um megna jöklafýlu (brennisteinslykt). Tilkynningarnar koma frá Austurlandi aðallega Héraði og Fljótsdal en einnig hefur frést um jöklafýlu í Færeyjum (?). Um hádegi er hæg suðvestan átt á Héraði (sjá k12.gif) og uppruni fýlunnar líklega frá útfalli Skaftár.

Kveðja
Gunnar B. Guðmundsson
gg@vedur.is

Jarðskjálftavirkni úti fyrir Norðurlandi 19. september 2002

Upp úr hádegi í dag fimmtudaginn 19/9 herti aftur á jarðskjálftahrinunni  fyrir norðan eftir nokkurt hlé. Skjálfti af stærðinni 3 varð kl. 15 57, annar var kl. 1944, stærð 3.4 og enn einn kl 1948 3.7. Upptökin eru nú aðallega á tveimur stöðum,  annars vegar á sama stað og upptök stóra skjálftans s.l. mánudag (16/9) og hins vegar  u.þ.b. 20 km til SSA frá þeim upptökum eða um 20 km norður af Grímsey. Skjálftinn kl. 19 48 var þar, en sá kl. 19 44 var á syðra svæðinu.

Ragnar Stefánsson, 4663125, 8994805

Óróahviða 19. september 2002

Frá um 13:40 til 14:00 er óróahviða sem sést best á Grímsfjalli (grf) og Skrokköldu (skr) en sést samt vel um allt land. Óróaplott

Gunnar B. Guðmundsson
gg@vedur.is

Upplýsingar um Skaftárhlaup 18.september

Aerial observations of Skaftárhlaup, 18. September 2002

At 17:00 hours yesterday, Matthew, a glaciologist at Veðurstofa Íslands, made an over-flight of Skaftá and western Vatnajökull to determine the source, routing, and geomorphic impact of the latest Skaftárhlaup. Upstream from Sveinstindur, the jökulhlaup flowed as a shallow, broad flow, occupying most of the available channel space to form large tracts of near-stationary floodwater (Images 1, 2, and 3). However, closer to the edge of Tungaárjökull, the jökulhlaup was confined to several broad, incised channels conveying fast-flowing floodwater.

The over-flight confirmed that the flood had burst primarily from the same outlets that were occupied during the July 2002 Skaftárhlaup (Images 4 and 5). Most of the flood burst from an ice-lined tunnel, located towards the centre of the Tungaárjökull ice margin (Image 5). Additional to the outlets activated during July 2002 flood, a small outlet formed at the Tungaárjökull ice margin, about 4 km north of the tunnel outlet (Image 6). Few ice blocks were created by the jökulhlaup, suggesting that the flood travelled through Tungaárjökull without significant mechanical disruption to the underside and edge of the glacier.

Given the time required for arrival of the flood-peak at Sveinstindur, aerial observations made yesterday at the glacier margin probably record the flood close to its maximum. Poor visibility on Vatnajökull prevented an aerial inspection of the Skaftá kettles; however a later over-flight will be made by members of Orkustofnun. We thank Friðrik Ómarsson of Jorvík Aviation for his excellent piloting skills under adverse weather conditions.

Dr Matthew J. Roberts
Vedurstofa Íslands. Office 522 6148; GSM 868 9512

Dr George W. Tuckwell
Keele University, UK

Óskar Knudsen
Klettur Consulting Engineers

 

Hlaup í Skaftá 18. september 2002

Vatnamælingamenn eru farnir í bili frá mælistað á Skaftá rétt innan Útfallsins úr Langasjó, um 5 km frá jökli, vegna gasmengunar. Við það að morgunþokunni létti upp úr hádeginu hækkaði gildi H2S upp í 80-100 ppm, en við þau mörk er orðin hætta á augnskaða. Sýna ber mikla varúð við ferðir að jökulrönd og nauðsynlegt er að hafa meðferðis aðvörunartæki, sem sýnt geta gasmagnið. Í morgun komst H2S upp í 10-11 ppm innan Útfallsins, sem menn þola í allt að 8 klst., en lækkaði svo niður í 2 ppm í þokunni. Raki í loftinu eyðir gasinu. Því bjartara og kyrrara veður sem er nálægt jökulrönd, þeim mun meiri líkur eru á hættulegri gasmengun á þeim slóðum. Áratugalöng reynsla er hins vegar fyrir því, að óhætt er að dvelja við Sveinstind í Skaftárhlaupum, en hann er í rúmlega 25 km fjarlægð frá jöklinum.

Kristinn
(Mr.) Kristinn Einarsson Orkustofnun (National Energy Authority)
Chief Project Manager Vatnamaelingar (Hydrological Service)
URL: http://www.os.is/~ke Grensasvegi 9, IS-108 REYKJAVIK, Iceland
tel. (work):+354-569 6040, (home):+354-568 1969, fax:+354-568 8896

Hlaup í Skaftá 18. september 2002

Nokkur undanfarin ár höfum við hér á Raunvísindastofnun gert mælingar á hæð Skaftárkatla, hliðstæðar við mælingar sem lengi hafa verið gerðar á hæð Grímsvatna. Við höfum yfileitt mælt einu sinni til tvisvar á ári frá 1997. Afraksturinn  höfum við Þórdís Högnadóttir nú sett út á heimasíðuna mína:   www.raunvis.hi.is/~mtg Velja síðan Skaftárkatlar Næsta víst er að það hlaup sem hófst í gær (17. sept. 2002) sé ættað úr eystri katlinum en vísbending um að hann hafi byrjað að síga fyrir helgina sést m.a. á ljósmynd sem tekin var 13. september síðastliðinn . Þar sést rifa sem náði a.m.k. hálfhring umhverfis ketilinn. Vatn hefur því byrjað að seytla út úr katlinum í síðustu viku. Mælingar okkar sýna að hæð Eystri ketilisins 13. september var nánast sú sama og í upphafi hlaupsins í ágúst 2000. Í mælingunum sem við gerðum fyrir helgina fórum við einnig ofan í Vestari Skaftárketilinn. Í ljós kom að sig hans í júlí hefur verið mjög svipað og 1997 og 2000.

Magnús T. Gudmundsson Associate Professor of Geophysics
dósent Science Institute
Raunvísindastofnun Háskólans University of Iceland
Hofsvallagata 53 Hofsvallagata 53, 107 Reykjavik
107 Reykjavík Iceland
sími: 525 5867 tel: 354-525 5867
fax: 552 1347 fax: 354-552 1347

 

Hlaup er hafið í Skaftá 18. september 2002

Snorri Zóphóníasson, vatnamælingamaður, sem staddur er 20 km norðan  Sveinstinds (við vesturkvísl Skaftár) hringdi í vöktunarsíma  Neyðarlínunnar kl. 00:34 í nótt og sagði að vatnshæð hefði aukist og  jöklafýla væri af ánni. Vatnshæðarviðvörun barst Neyðarlínunni frá  Sveinstindi kl. 00:54. Um klukkan 01:50 var leiðni 191 microSiemens og vatnshæð 310 cm  (samsvarar 250 rúmmetum á sek. í rennsli).

Orkustofnun Þórarinn Jóhannsson
Vatnamælingar Sími 569 6042
Grensásvegi 9 GSM 898 9091
108 Reykjavík Fax 568 8896
Netfang thj@os.is

Jarðskjálftavirkni norður af Grímsey 17. september 2002

Jarðskjálftahrinan sem hófst fyrir norðan land í gærkveldi hefur haldið áfram í dag. Skjálfti sem mældist 4.3 að stærð varð í hádeginu eða um kl. 12:40. Nokkrir skjálftar hafa verið af og til í dag og sá síðasti sem var yfir 2 að stærð um kl. 16.36. Miðbik upptakasvæðisins er 66.9°N (66°54') og 18.36°V (18°22'). Varðskipið Ægir kannaði svæðið í dag með dýptarmæli og varð ekki vart við neinar breytingar sem bentu til þess að neðansjávargos væri í gangi. Þessu ber saman við það, að jarðskjálftamælar Veðurstofunnar sem staðsettir eru  í Grímsey og annars staðar á Norðurlandi, sýna engan gosóróa.

 

Jarðskjálfti úti fyrir Norðurlandi 16. september 2002

Í kvöld kl. 18:48 varð skjálfti sem mældist um 5,5 að stærð og fannst víða um Norðurland.
Upptök skjálftans voru djúpt út af mynni Eyjafjarðar um 100 km frá landi eða um 45 km NNV af Grímsey og um 30 km SSA af Kolbeinsey. Upptökin eru norðarlega í svokölluðu Tjörnesbrotabelti. Skjálftinn fannst allt frá Sauðárkróki í vestri til Þistilfjarðar í austri  og langt inn í innsveitir Eyjafjarðar. Fjöldi eftirskjálfta hafa mælst í kjölfarið.

Gunnar B. Guðmundsson
gg@vedur.is

 

Hlaupórói vegna hlaups úr Grænalóni

Fyrir hádegi 11. ágúst 2002 varð vart við aukinn hátíðnióróa á jarðskjálftastöðvunum við Kálfafell og Fagurhólsmýri. Jarðskjálftar í óróanum eru staðsettir í vestanverðum Skeiðarárjökli. Óróinn stafar af hlaupi úr Grænalóni niður í ána Súlu og verður að líkindum til þegar vatnið er að brjóta sér farveg undir jöklinum. Skv. upplýsingum frá Vegagerðinni virðist hlaupið vera að ná hámarki um þessar mundir.

Línurit: Órói á Kálfafelli 4. - 14. ágúst 2002
Órói á Fagurhólsmýri 4. - 14. ágúst 2002
Órói á nokkrum mælistöðvum 11. ágúst 2002
Órói á nokkrum mælistöðvum 12. ágúst 2002
Reglulega uppfærð óróarit

Halldór Geirsson, 13. ágúst 2002 kl. 13

Órói í júlí og ágúst hugsanlega frá Skaftárkötlum í Vatnajökli

Síðustu daga hefur órói á Grímsfjallastöðinni tekið svolitlum breytingum.  Þann 25. júlí dettur niður
hátíðnióróinn (2-4 Hz), en fer svo upp aftur í byrjun 30. júlí.  Í síðastliðnu Skaftárhlaupi urðu
einnig breytingar á hátíðnióróanum, en þá var hann að vísu mun meiri eins og sést á línuritunum
hér að neðan.

Óróamynd 22. júní - 2. ágúst 2002
Óróamynd 25. júlí 2002
Óróamynd 29. júlí 2002
Óróamynd 30. júlí 2002

Hjörleifur Sveinbjörnsson

Óróakviður 9-11. júlí ættaðar frá Skaftárkötlum í Vatnajökli.

Á línuritunum hér fyrir neðan sjást óróakviður mældar á jarðskjálftastöðvunum  á Grímsfjalli, Kálfafelli, Skrokköldu og Snæbýli. Á línuritunum er tíðni og stefna jarðarhreyfingar sýnd. Svipaður órói hefur áður sést eftir Skaftárhlaup.Ekki er skýrt svo öruggt megi telja eðli  þessa óróa. Þetta tengist vafalaust þrýstiléttingu eftir að vatn er hlaupið úr kötlunum  og áður en jökullinn fergir svæðið aftur með sínum þunga. Hugsanlega tengist  þetta suðu (vatns) og hröðu uppstreymi efst í jarðskorpunni og nálægt mótum jökuls og jökulbotns,  og líklega einhverjum hreyfingum á kviku neðar. Sumir telja þetta endurspegla gos undir jökli.

Ragnar Stefánsson

Óróamynd 9. júlí 2002. Órói   frá kl. 20:05 - 20:10.
Óróamynd 10. júlí 2002. Órói um kl. 11:39 og kl 22.
Óróamynd 11. júlí 2002. Órói   frá því um kl. 08.

Óróahviður 9., 10. og 11. júli 2002

Ég vek athygli á óróahviðum sem komu fram á skjálftamælum 9. - 11. júlí. Þær sjást best á mæli í Vonarskarði, koma einnig fram á mælum á Grímsfjalli, Skrokköldu, Kálfafelli og víðar. Þessar hviður eru af sama tagi og þær sem komið hafa fram í lok Skaftárhlaupa undanfarin ár. Þær eru með lágri tíðni og minna mest á óróa sem fylgir eldgosum, t.d. í Gjálp 1996 og Grímsvötnum 1983 og 1998. Ef þið skoðið óróagröfin á vefsíðu VÍ sjást hviðurnar best á Grímsfjalli. Þær eru grænu línurnar sem sjást á milli bláu línanna. Bláa grafið sýnir hátíðniatburði, mest ísbresti, snjóflóð oþh. Gosórói sést best á græna línuritinu sem sýnir lægri tíðnir.

Kveðjur,
Páll Einarsson, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands

Myndir af sigkötlum í Vatnajökli sem mynduðust við umbrotin 8. - 9. júlí 2002.
Sigketill við Pálsfjall_1
Sigketill við Pálsfjall_2
Horft frá Tungnaárjökli yfir Skaftá og Langasjó
Tungnaárjökull útfall
Vestari Skaftárketill 1
Vestari Skaftárketill 2
Vestari Skaftárketill 3
Vestari Skaftárketill 4

Frekari fréttir af sigkötlum í Vatnajökli 10. júlí 2002

Í útvarpinu í gærkvöldi var haft eftir mér að sigketillinn austur af  Pálsfjalli væri nýr. Það sem ég sagði var að sprungurnar á jaðri ketilsins virtust nýjar. Eins og kunnugt er eru katlar í Vatnajökli  staðbundnir yfir svæðum með auknu varmaflæði. Ályktun mín um aldur sprungnanna var byggð á athugunum gerðum í flugi yfir jökulinn í fyrrakvöld og aftur í gærkvöldi. Í seinna fluginu  tókum við eftir að dýpi ketilsins við Pálsfjall hafði aukist  dálítið frá því sem áður var. Í morgun voru flestar sprungurnar  huldar snjó, en þó var ketillin enn dýpri en í gær.
Í morgun kom einnig í ljós að jökulhlaupið úr Tungnaárjökli hafði minnkað og voru sumir farvegir frá í gær uppþornaðir.
Nokkur snjókoma hefur verið á jöklinum í nótt, sem gerði athuganir  á litlum jökulsprungum erfiðar, en þó sáust stórar sprungur í krapanum  í kringum vestari Skaftárketilinn (sjá mynd). Stærð og umfang sprungna  við ketilinn hefur aukist. Þó að hlaupið úr Tungnaárjökli sé í rénun,  mun það taka jökulinn einhvern tíma að jafna sig og má þess vegna búast  við aukinni sprungumyndun í kringum vestari Skaftárketilinn.  Flug yfir vestanverðan Vatnajökul var mjög erfitt vegna hvassviðris.

Matthew J. Roberts

Um breytingar á katli við Pálsfjall 10. júlí 2002

Eftir að hafa skoðað myndir Matthews betur á skárri skjá (er staddur í Kaupmannahöfn) þá er ljóst að ég var full fljótur á mér áðan. Þegar betur er að gáð sjást nokkrar fínar sprungur hægra megin neðarlega í katlinum á myndinni sem merkt er Pálsfjall 2. Þessar sprungur eru innan við eldri sprungurnar sem ég lýsti í fyrra skeyti. Þetta sýnir að eitthvað hefur lekið undan honum. Magnið er trúlega mjög lítið (kannski 100 þús. m3) en þarna hlýtur að hafa sigið um nokkra metra. Það eru athyglisverðar upplýsingar því mér er ekki kunnugt um að þetta hafi sést áður. Hugsanlegt er að þetta tengist Skaftárhlaupinu, að breytingar í vatnsþrýstingi og rennsli undir jöklinum samfara því hleypi út því vatni sem a.m.k. stundum safnast undir þennan ketil.

Með kveðju,
Magnús Tumi

Skjálftavirkni 10. júlí 2002.

Lítið hefur verið um skjálfta undir Mýrdalsjökli í nótt og frekar dregið úr skjálftatitringi undir Vatnajökli miðað við það sem verið hefur síðustu daga.
Hrina smáskjálfta hefur verið 15-20 km austan og suðaustan Grímseyjar frá því upp úr miðnætti, mest milli kl. 6 og 7 í morgun 2.3 á Richterkvarða.

Ragnar Stefánsson, 8994805 aðfararnótt 10. júlí.

Eftirfarandi setning var í skeyti sem ég sendi í gær (9. júlí)

"Matthew og Bretarnir sem hann er í slagtogi með fannst áberandi að hlaupið sé undir Tungnárjökli, sem sagt undir syðsta hluta Tungnárjökuls,rétt norður af Skaftárjökli, en vatnið fari síðan til suðurs út í Skaftá þegar það er komið undan jökuljaðrinum og telja að þarna sé um norðurfærslu að ræða á hlaupleiðinni, miðað við fyrri hlaup."
Ég vil koma því á framfæri að Oddur Sigurðsson, sem manna mest hefur fylgst með þessum hlaupum um langt skeið, hringdi og gerði við þetta athugasemd. Hann telur að ekki sé um norðurfærslu að ræða ef miðað er við fyrri hlaup almennt. Fleiri hafa bent á að í fréttinni sé líklega of mikið gert úr því að um norðurfærslu sé að ræða. Að gefnu tilefni skal það tekið skýrt fram að Matthew og Bretarnir voru alls ekki að tala um norðurfærslu sem gæti leitt til þess að hlaupið kæmi fram norðan Tungnárfjalla, t.d. í Tungnaá.

Ragnar Stefánsson

Breytingar á Vatnajökli 9. júlí 2002

Mattew Roberts, jöklafræðingur á Veðurstofunni, flaug með flugmanni frá Flugfélaginu Jórvík yfir Vatnajökul milli kl. 10-11 í morgun þriðjudag 9. júlí.Þeir sáu nýtt sig í vestari Skaftárkatlinum, 50-80 metra djúpt, og svolítið teygt úr honum í stefnu NNA-SSV. Staðsetning beint yfir katlinum var 64° og 29.517' N og 17° 36.553' V, sem er greinilega vestari og minni ketillinn. Þegar þeir nálguðust jökuljaðarinn fundu þeir megna  brennisteinsfýlu þannig að þeim  leið illa og hækkuðu flugið. Þeir mældu einnig staðsetningu VNV af Þórðarhyrnu, þar sem var ketill sem nýlega hafði sigið. Flugmaðurinn hafði líka flogið þarna yfir í gærkvöldi og sagði frá nýlegu sigi þar (nýleg hringbrot í katlinum). Þegar þeir flugu þarna yfir í morgun fannst flugmanninum ketillinn hafa sigið síðan í gær. Staðsetningin var 64° 17.496' N og 17° 40.206' sem er rétt hjá Pálsfjalli. Matthew og Bretarnir sem hann er í slagtogi með fannst áberandi að hlaupið sé undir Tungnárjökli, sem sagt undir syðsta hluta Tungnárjökuls,rétt norður af Skaftárjökli, en vatnið fari síðan til suðurs út í Skaftá þegar það er komið undan jökuljaðrinum og telja að þarna sé um norðurfærslu að ræða á hlaupleiðinni, miðað við fyrri hlaup. Þeir benda líka á að það hafi verið lítils háttar hlaup í Skeiðará undanfarna daga (jarðhitavatn í því). Það sést þó ekki í mælingum Vatnamælinga sem bendir til að það komi aðallega fram í einhverri einni lænu árinnar, og magnið það lítið miðað við heildarmagnið að það reiknist ekki inn í heildarmælingunni.

Ragnar Stefánsson

Ýmsar upplýsingar mánudaginn 8. júli, 2002.

Jarðskjálftavirkni eða óróakviður síðustu daga á jarðskjálftastöðinni á Grímsfjalli, má hugsanlega tengja við Skaftárhlaup sem hófst upp úr kl. 1 í nótt úr öðrum hvorum Skaftárkatlinum, Lokahrygg. Fáeinir smáskjálftar voru staðsettir á Lokahrygg í Vatnajökli 1. og 2. júlí. Á mælinum hefur hátíðniórói verið nokkuð mikill frá því 4-5 júlí, með hámark upp úr miðnætti 7 júlí. Slíkur hátíðniórói er að mestu samsettur úr litlum skjálftum, sem við þó höfum ekki getað staðsett. Líklegt er að uppruni þessa hátðnióróa hafi frekmur verið á Lokahyrgg eða nálægt Skaftárkötlum en undir Grímsvötnum. 3. og 4. júlí voru staðsettir nokkrir litlir jöklaskjálftar vestast í Skeiðarárjökli. Slíka skjálfta tengjum við t.d. við aukið vatnsstreymi undir skriðjöklum. Matthew Roberts sem staddur var í morgun við Súlu segir að þar hafi líklega komið smáhlaup á síðustu dögum. Þetta merkir hann af jökum á bökkum Súlu. Líklega tengjast jöklaskjálftarnir og vöxturinn í Súlu hlaupi úr Grænalóni, líklega 3-4. júlí.

Í nótt(8/7) kl. 5 og aftur um 8 í morgun urðu skjálftahrinur undir Mýrdalsjökli, mest nálægt miðbiki Kötluöskjunnar, stærð mest um 2 stig. Síðari hluta vetrar og í vor héldu smáskjálftar áfram undir vestanverðum Mýrdalsjökli, meira en verið hefur á síðustu áratugum , þegar (haust)skjálftarnir vestanvert hafa hætt að miklu leyti  nálægt áramótum. Það er líka athyglisvert að hrinurnar í nótt voru undir Kötlu. Segja má að þetta hafi byrjað í gær (7/7), en þá þegar var áberandi að skjálftarnir höfðu líka tilhneygingu til að vera undir miðbiki öskjunnar. Reyndar hefur verið lítils háttar aukning á smáskjálftavirkni undir Mýrdalsjökli síðustu viku, og jafnvel síðustu 2-3 vikur. Öll hefur þessi virkni í Mýrdalsjökli átt sér upptök á litlu dýpi, innan 2-3 kílómetra dýpi.

Það er of fljótt að draga miklar ályktanir um orsakir þessarar virkni sem hér er upp talin, eða reyna að spá í hugsanlegt orsakasamband. Mér fannst rétt að láta vita af þessu. Ég bið alla sem eru að skoða hluti á þessu svæði að láta vita í tölvupósti til myrdalur@vedur.is eða ragnar@vedur.is.

Ragnar Stefánsson.

Hlaup í Skaftá 8. júlí 2002

Hlaup er hafið í Skaftá. Fyrstu merki um hækkun vatnshæðar í Skaftá við Sveinstind sjást um kl. 01:20 í nótt. Svo vel vildi til að menn frá Vatnamælingum voru á staðnum, og urðu þeir þess varir í morgun áður en aðvörunargildum mælisins var náð. Ekki er vitað á þessari stundu, hvort um er að ræða hlaup úr minni eða stærri katlinum.

Kristinn Einarsson


Skjálftahrina við Grímsey 21. maí 2002.
Skjálfti af stærðinni 2.9 átti sér stað um 14 km NA af Grímsey klukkan 10:20 og annar af stærðinni 3.0 á Richter á sama stað klukkan 10:50.
Nokkur virkni er á þessu svæði sem stendur.

Hjörleifur Sveinbjörnsson
Jarðfræðingur


Skjálftahrina við Grímsey 9. maí 2002.
Um kl. 21:30 í gærkvöldi (9. maí) hófst jarðskjálfahrina um 11 km NA af Grímsey.
Virknin var mest frá því upp úr kl. 22 og fram til 8 í morgun. Alls hafa mælst um 100 skjálftar í hrinunni þeir stærstu um 2.5 á Richter. Innan við tugur  skjálfta náði stærð 2. Hrinan er nú mjög í rénun.
Steinunn S. Jakobsdóttir.

Smátitringur í Grímsvötnum og undir Skeiðarárjökli 14. apríl 2002.

Undanfarna daga hefur smátitringur farið vaxandi á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar við Grímsvötn. Þetta endurspeglar hugsanlega vaxandi spennu í ís yfir Grímsvötnum og í útfalli þeirra. Þetta fór í ákveðið hámark nálægt miðnætti í gærkvöldi, laugardagskvöld,  en titringurinn er enn yfir venjulegum mörkum.
Í gær laugardaginn 13. apríl var svo líka tiltölulega mikið um smátitring á jarðskjálftastöð að Kálfafelli. Sá titringur á líklega upptök í Skeiðarárjökli, og hugsanalega tengdur aukinni ísspennu þar, vegna aukins rennslis.
Jarðskjálftamælingarnar gætu bent til þess að um sé að ræða aukið vatnsrennsli úr Grímsvötnum, undir Skeiðarárjökul. Hugsanlegt er að smáhlaup sé í gangi.
Mælingar Vatnamælinga sýna einnig aukið vatnsmagn í Skeiðará undanfarna daga og mælingar á leiðni gætu bent til hlaupvatns.
Þessar vísbendingar um hugsanlegt minni háttar hlaup eru nú til frekari skoðunar hjá Veðurstofu og Vatnamælingum.

Frá Jarðeðlissviði Veðurstofu Íslands.
Ragnar Stefánsson, 4663125, 8994805.

 

Jarðskjálfti í Henglinum 6. apríl 2002.

Í kvöld kl. 22:36 mældist skjálfti að stærð 3.1 með upptök undir  Skeggja í Henglinum. Nokkrir skjálftar hafa orðið á þessu svæði síðastliðinn  sólarhring, en þeir hafa flestir verið mjög smáir. Engin virkni er í gangi á svæðinu  þegar þetta er skrifað.

Steinunn S. Jakobsdóttir.

 

Skjálfti undir Vatnafjöllum 4. apríl 2002.

Í dag kl 17:45 mældist skjálfti með upptök undir Vatnafjöllum af stærð  2,8 á Richter.
Sjálfvirka úrvinnslan gaf stærð 2,9 - 3,0 sem þýðir að hann birtist í smátíma sem græn stjarna á kortinu á netinu og er sú stjarna ástæðan fyrir þessum  pósti!

Steinunn S. Jakobsdóttir.

Smáskjálftahrina við Flatey á Skjálfanda 31. mars 2002.

Hrina lítilla jarðskjálfta hófst við Flatey á Skjálfanda um kl. 4 í dag, páskadag.
Stærsti skjálftinn varð kl. 21:40 og 2,5 að stærð.
Smáskjálftahrinur eru tiltölulega algengar við Flatey.

Ragnar stefánsson.

 

Jarðskjálftahrina fyrir Norðurlandi 27. mars 2002.

Um kl. 3 í nótt hófst jarðskjálftahrina fyrir Norðurlandi.
Upptökin eru á litlu svæði, skammt norðuraustur af mynni  Eyjafjarðar, skammt norður af af Gjögurtá. Stærsti skjálftinn varð kl. 3:27, 2.9 á Richterkvarða. Síðan hafa mælst fjölmargir skjálftar á þessum   stað, en aðeins 5 stærri en 2. Skjálftarnir hafa orðið minni með morgninum.
Þarna verða tiltölulega oft jarðskjálftahrinur.

Ragnar Stefánsson,
4663125

Jarðskjálfti við Kröfluvirkjun 29. janúar 2002.

Skjálfti af stærðinni 2 á Richter 9.6 km SSV af Kröfluvirkjun

varð klukkan 7:07 í morgunn og varð hans vart við Mývatn

Hjörleifur Sveinbjörnsson

Jarðfræðingur

Órói á Svartárkoti í Bárðardal vegna flóða í Skjálfandafljóti.

Gunnar B. Guðmundsson (2002-01-17)

Hlauptoppur í Jökulsá á Fjöllum

Í tilefni hlauptops í Jökulsá á Fjöllum höfum við skoðað óróa á nokkrum jarðskjálftastöðvum á nálægum svæðum. Þann 6. janúar 2002 er óróatoppur við jarðskjálftastöðina við Grímsvötn. Slíkir óróatoppar eru ekki óalgengir á þeim slóðum og því ekki líklegt að flóðið sé tengt aukinni jarðhitavirkni þar.

Á mælunum koma fram óróatoppar á ýmsum tímum eins og sjá má t.d. á mælinum í Svartárkoti í Bárðardal sem byrjar um miðnætti þann 6. janúar. Þessi toppur er sennilega tengdur skammvinnu flóði í ofanverðu Skjálfandafljóti.

Ragnar Stefánsson (2002-01-08 17:50)