Fréttir |
![]() |
Heim- Efnisyfirlit- Forsíða sviðsins- Eðlisfræðisvið- Jarðskjálftar- Eldgos - GPS- Óson- Órói- Þensla- Fréttir- Starfsmenn & póstur -English- webmaster@vedur.is Samstarfsverkefni |
Eldri fréttir- Suðurlandsskjálftar- Mýrdals- og Eyjafjallajökull - |
Jarðskjálfti suðaustur af Flatey 1. nóvember 2006
Kl. 13:55 varð jarðskjálfti af stærðinni 4,5 á Richter með upptök um 8 km
suðaustur af Flatey á Skjálfanda. Skjálftans varð vel vart á Húsavík og
víðar um Norðurland.
Um 25 eftirskjálftar hafa mælst (kl. 14:40) og eru þeir allir minni en 1,7 á
Richter. Skjálftarit frá Flatey
Kristján Ágústsson,
Eðlisfræðisviði Veðurstofu Íslands
Jarðskjálfti NV af Gjögurtá 14. október 2006 kl. 02:42
Í nótt kl. 2:42, þ. 14. október 2006, mældist skjálfti að stærð 3,5
um 13 km NV af Gjögurtá. Nokkur virkni hefur verið þarna síðustu vikuna og
hafa alls mælst um 100 skjálftar síðan á sunnudag, þar af um 30 frá því
á miðnætti í nótt. Næst stærsti skjálftinn mældist að stærð um 2,5
þ. 10. október.
Búast má við einhverri áframhaldandi virkni á svæðinu.
Steinunn S. Jakobsdóttir,
Eftirlitsdeild Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu í september 2006
Um kaffileytið í dag, 26. september 2006, var búið að staðsetja tæplega 130 skjálfta
sunnan Kistufells (NA í Bárðabungu) frá því skjálftahrinan hófst þar
síðastliðið sunnudagskvöld (24.9). Þegar þetta er ritað (milli kl fimm og sex
síðdegis) mælast enn skjálftar á svæðinu, h.u.b. einn á klst. Virknin er
því sem stendur í rénum á ný.
Stærstu skjálftarnir urðu á sunnudagskvöld, 3,8 og um kl. 12:41 í nótt
(stærð 3-3,5). Í nótt fylgdu allmargir skjálftar á stærðarbilinu 1-3.
Enn sem komið er hafa ekki sést nein merki um aukinn óróa eða neitt
annað sem gæti bent til gosvirkni.
Flogið var yfir Dyngjujökul í morgun. Þar sást ekkert markvert, engar
ferskar sprungur og jökullinn hulinn nýjum, hvítum snjó.
Sigurlaug Hjaltadóttir
Eðlisfræðisviði, Veðurstofu Íslands>
Jarðskjálfti undir Dyngjujökli 24. september 2006 kl. 18:31
Í kvöld 24.9.2006 kl. 18:31 varð jarðskjálfti að stærð 3,8 á
Richterkvarða með upptök undir Dyngjujökli, norðan við Bárðarbungu í
Vatnajökli.
Á annan tug eftirskjálfta hafa fylgt honum núna kl. 19. Sjá:
http://hraun.vedur.is/ja/skjalftar/vatnajokull.html
og http://hraun.vedur.is/ja/viku/2006/vika_38/bab.gif
Jarðskjálftar eru algengir á þessu svæði.
Matthew. J. Roberts
Eðlisfræðisviði, Veðurstofu Íslands
Jarðskjálfti 18. september 2006 NNV af Grímsey
Í dag 18. september kl. 10:34 varð jarðskjálfti að stærð 3,0 á
Richterkvarða um 2 km NNV af Grímsey.
Sjá: http://hraun.vedur.is/ja/viku/2006/vika_38/index.html
Jarðskjálfta eru algengir á þessu svæði.
Matthew J. Roberts
Eðlisfræðisviði, Veðurstofu Íslands
Jarðskjálfti í Kaldbaki 17. ágúst 2006.
Klukkan 11:02 í dag 17. ágúst, varð jarðskjálfti í Kaldbaki við Eyjafjörð. Leiðrétt stærð hans er 2,8 stig. Ekki hefur verið tilkynnt að hann hafi fundist. Nokkrir smáskjálftar hafa mælst þarna undanfarið, og hrinur eru þekktar á þessu svæði.
Þórunn Skaftadóttir
Eftirlitsdeild Veðurstofu Íslands
Jarðskjálftar vestur af Gjögurtá 30. júlí 2006
Frá kl. 03:14 til 11:50 mældust 69 skjálftar um 6 km Vestur af Gjögurtá.
Sá stærsti var af stærðinni 1,7. Smáskjálftahrinur sem þessar eru
algengar
úti fyrir Norðurlandi.
Hjörleifur Sveinbjörnsson
Eftirlitsdeild Eðlisfræðisviðs Veðurstofu Íslands
Jarðskjálfti norður af Grímsey 23. júlí 2006
Kl. 00:37 í dag, sunnudag 23. júlí, mældist skjálfti að stærð 3
með upptök um 0,3 km norður af Grímsey. Einn smærri jarðskjálfti fylgdi
í kjölfarið. Ekki hefur orðið vart við frekari virkni á svæðinu. Sjá:http://hraun.vedur.is/ja/viku/2006/vika_29/nor.gif
Aukist virknin á ný sendi ég annað skeyti.
Matthew J. Roberts
Eftirlitsmaður í 29 viku
Eðlisfræðisviði VÍ
Jarðskjálftahrina austan við Reykjanestá 10. júlí 2006
Mjög hefur dregið úr jarðskjálftavirkni austan við Reykjanestá frá
hádegi, en þar hófst hrina upp úr miðnætti í nótt. Alls hafa mælst um
60 skjálftar í hrinunni, og voru stærstu skjálftarnir 2,5 og 2,7 að stærð
kl. 03:08 og kl. 04:32.
Önnur hrina var á sömu slóðum um mánaðarmótin maí-júní á þessu
ári en annars hafa jarðskjálftar verið fátíðir á þessum stað síðustu
árin.
Halldór Geirsson og
Gunnar B. Guðmundsson
Eðlisfræðisviði Veðurstofa Íslands
Jarðskjálftahrina ANA af Reykjanestá 10. júlí 2006
Jarðskjálftahrina hófst um 5 km ANA af Reykjanestá í nótt. Stærsti
skjálftinn þar var um 3 að stærð og varð kl. 03:08. Alls hafa mælst um 50
skjálftar síðan í nótt.
Einnig mældist skjálfti af stærðinni 3 um 6 km NA af Grindavík kl.
04:32. Ekki er vitað til þess að skjálftarnir hafi fundist.
Hrinan stendur enn yfir og fylgst verður náið með framvindunni.
Halldór Geirsson og Gunnar B. Guðmundsson
Eðlisfræðisviði, Veðurstofu Íslands
Jarðskjálfti norðvestur af Hveragerði 29. maí 2006.
Kl. 05:30 í dag, mánudag 29. maí, mældist skjálfti að stærð 3 með
upptök um 4 km norðvestur af Hveragerði. Skjálftahrina hefur verið í gangi
á þessum stað í dag kl. 05:30 og hafa um 40 skjálftar mælst, flestir minni
en 0,5 að stærð.
Sjá: http://hraun.vedur.is/ja/viku/2006/vika_22/hen.gif
og http://hraun.vedur.is/ja/skjalftar/hengill.html
Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði.
Matthew J. Roberts
Eðlisfræðisviði, Veðurstofu Íslands
Jarðskjálfti á Reykjaneshrygg 10. mars 2006.
Kl. 15:56 í dag, 10. mars 2006, mældist skjálfti af stærð 3,3 út af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Nokkur virkni hefur verið á þessu svæði síðan í lok febrúar, skjálfti af stærð um 3 mældist á svipuðum slóðum þ. 27. febrúar. Skjálftinn núna er ekki talinn vera fyrirboði neinna sérstakra atburða.
Steinunn S. Jakobsdóttir,
Eftirlitsdeild Eðlisfræðisviðs
Veðurstofu Íslands.
Eftirskjálftar við Kleifarvatn 6. mars 2006
Nú kl. 17:20 hafa á fimmta tug eftirskjálfta mælst við Kleifarvatn og
dregur jafnt úr virkninni. Stærstu eftirskjálftarnir mælast af stærð um
2,5.
Þann 23. ágúst 2003 mældist heldur stærri skjálfti (~5) rétt vestan
við Krísuvík og í kjölfar fyrri Suðurlandsskjálftans, 17. júní 2000,
varð skjálfti af stærð 5 - 5,5 á mjög svipuðum stað og þessi í dag.
Steinunn S. Jakobsdóttir.
Eðlisfræðisviði, Veðurstofu Íslands
Jarðskjálftahrina SA við Kleifarvatn, 6. mars 2006.
Í dag kl. 14:31 varð jarðskjálfti að stærð 4.6 með upptök við Gullbringu suðaustan við Kleifarvatn á Reykjanesskaga. Skjálftinn fannst víða á Höfuðborgarsvæðinu. Á annan tug eftirskjálfta hafa fylgt honum núna kl. 15.
Myndin hér að ofan sýnir færslu (í millimetrum) á öllum þáttum jarðskjálftamælisins í Kaldárseli fyrir sunnan Hafnarfjörð.
Gunnar B. Guðmundsson, gg@vedur.is
Veðurstofu Íslands
Jarðskjálftahrina NNV af Grímsey 5. mars 2006.
Í morgun, þann 5. mars 2006, kl. 10:21 mældist skjálfti að stærð 3.7 með upptök um 40 km norðnorðvestur af Grímsey. Um 20 skjálftar hafa mælst á svipuðum slóðum í dag (til kl. 13:50) og dregið hefur úr virkni. Engin vitneskja er um að skjálftarnir hafi fundist. Upptök skjálftanna eru norðarlega á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Jarðskjálftahrinur eru algengar á svæðinu.
Kristján Ágústsson, kri@vedur.is,
jarðeðlisfræðingur
Eðlisfræðisvið,
Veðurstofu Íslands
Jarðskjálftahrina NNV af Grímsey 1. mars. 2006.
Í morgun þann 1. mars 2006 kl. 08.21 mældist skjálfti að stærð 3.3 með upptök um 38 km norðnorðvestur af Grímsey. Um 10 skjálftar mældust á þessum slóðum í nótt og morgun. Næst stærsti skjálftinn í þessari hrinu var 2.9 að stærð kl. 10.00. Engin vitneskja er um að skjálftarnir hafi fundist. Upptök skjálftanna eru norðarlega á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Um miðjan febrúar síðastliðinn var allmikill skjálftahrina á þessum sömu slóðum og enn stærri hrina var þarna í september 2002. Jarðskjálftahrinur eru því ekki óalgengar þarna.
Gunnar B. Guðmundsson, gg@vedur.is jarðeðlisfræðingur
Eðlisfræðisvið, Veðurstofu Íslands
Jarðskjálfti í Vatnajökli 15. febrúar 2006.
Kl. 03:19 í morgun varð jarðskjálfti 2,9 að stærð undir Esjufjöllum í Vatnajökli. Fleiri skjálftar hafa ekki mælst á svæðinu.
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir,
Eðlisfræðisviði Veðurstofu Íslands
Jarðskjálftahrina um 40 km NNV af Grímsey 10. - 11. febrúar 2006.
Upp úr kl. 4 í nótt (11.feb.2006) jókst jarðskjálftavirkni verulega um 40 km NNV af Grímsey,
þar sem skjálfti af stærð 3,7 varð í gær kl. 18:00. Síðan kl. 4 hafa mælst þar á annan tug skjálfta
stærri en 3, en stærstu skjálftarnir hafa verið um 3,5 að stærð. Verulega hefur
dregið úr virkni eftir kl. 7 í morgun.
Síðast varð stór hrina á sömu slóðum í september 2002, og var sú hrina nokkru stærri en þessi.
Halldór Geirsson,
Veðurstofu Íslands
Jarðskjálftahrina á Tjörnesgrunni 19. janúar 2006.
Í dag 19.01. kl. 15:43 varð skjálfti að stærð 3.9 með upptök á Tjörnesgrunni, um 25 km norðan við Tjörnes. Skjálftahrina hefur verið í
gangi á þessum stað í dag og hafa (þegar þetta er skrifað) um 40 skjálftar mælst
þar.
Upptök skjálftanna eru í svonefndu Grímseyjarbelti í
Tjörnesbrotabeltinu.
Gunnar B. Guðmundsson, gg@vedur.is
Veðurstofu Íslands
Jarðskjálfti á Reykjaneshrygg 17. janúar 2006.
Jarðskjálfti að stærð 4.5 varð í nótt 17.01. kl. 01:57 með upptök
á Reykjaneshrygg, eða um 90 km suðvestur af Reykjanesi.
Tveir minni skjálftar mældust einnig á sömu slóðum þann 16.01.
kl.22:46, stærð 2.5 og 17.01. kl.01:31 ,stærð 3.3.
Jarðskjálftar eru algengir á Reykjaneshryggnum.
Sjá: http://hraun.vedur.is/ja/viku/2006/vika_03/rhryggur.gif
og http://www.emsc-csem.org
Gunnar B. Guðmundsson, gg@vedur.is
Veðurstofu Íslands
Jarðskjálftar í Vatnajökli 13. janúar 2006.
Í dag hafa mælst 2 skjálftar af stærð 3 - 3,5. Sá fyrri varð í
Vatnajökli norðan við Bárðarbungu kl. 14:42 og mældist hann um 3 af
stærð.
Sá seinni varð um kl. 15:19 rétt út af Tjörnesi og mældist af stærð
um 3,5. Tilkynning hefur borist frá Raufarhöfn um að sá skjálfti hafi
fundist þar.
Ekki hafa mælst hrinur samfara þessum skjálftum.
Steinunn S. Jakobsdóttir
Eftirlitsdeild, Veðurstofu Íslands
Stjörnur á jarðskjálftakorti 10. janúar 2006.
Á sjálfvirka jarðskjálftakortinu í dag má sjá tvær stjörnur, sem
gefa til kynna að sjálfvirka úrvinnslan telur þessa skjálfta ná
stærðinni 3. Við nánari úrvinnslu má sjá að skjálftarnir eru heldur
minni eða um 2,7.
Skjálftinn á Reykjanesskaga varð um kl. 00:25 í nótt við Trölladyngju,
en skjálftinn í Vatnajökli varð um kl. 10:59 rétt suður af Kistufelli.
Aðeins örfáir for- og eftirskjálftar mældust með þessum skjálftum.
Steinunn S. Jakobsdóttir,
Eftirlitsdeild, Veðurstofu Íslands